„Algjör uppstokkun á samningi lækna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2015 04:03 Sigurveig Pétursdóttir og Magnús Pétursson ríkissáttasemjari að undirritun lokinni. Vísir/Kolbeinn Tumi „Mér líður bara vel. Ég vona að landsmenn séu ánægðir með að verkfalli verði aflýst,“ sagði Sigurveig Pétusdóttir við blaðamenn rétt áður en skrifað var undir samninga lækna í Læknafélagi Íslands við ríkið. Með samningnum er verkfallsaðgerðum lækna, sem staðið hafa síðan 27. október, lokið. Samningar tókust um klukkan 2:45 í nótt og var fjölmiðlum tilkynnt að skrifað yrði undir samninga um klukkan 3:30. Vísir hafði áður greint frá því að líklegt væri að samningar tækjust um nóttina sem varð raunin. Fjölmiðlamenn héldu því í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni þar sem skrifstofustjórinn Elísabet Ólafsdóttir tók á móti fólki. Var vöffludeigið klárt þegar fjölmiðla bar að garði upp úr klukkan 03. Hafði Elísabet á orði að deiluaðilar vildu undantekningalítið fá sínar vöfflur óháð því á hvaða tíma sólarhringsins væri samið. Fengust þær upplýsingar að verið væri að lesa yfir samninginn. Um klukkan hálf fjögur komu svo deiluaðilar fram og Sigurveig fékk sér fyrstu vöffluna.Elísabet tók brosandi á móti fjölmiðlafólk og greinilega ánægð með tíðindi næturinnar. Hún velti mikið fyrir sér hvenær væri best að hefja baksturinn enda vilji fólk fá vöfflurnar heitar og góðar.Vísir/Kolbeinn Tumi„Auðvitað var þrýstingur að ná samningum en við fundum mikinn jákvæðan stuðning frá almenningi. Við erum mjög þakklát fyrir það,“ sagði Sigurveig sem svaraði spurningum fréttamanna sem vissu sem var að ekkert yrði gefið upp um einstök atriði samningsins. Aðspurð sagðist Sigurveig sátt við samninginn. Annars væri ekki komið að því að skrifa undir. Hún vonar að samningurinn verði til þess að læknar haldist frekar hér á landi. „Það er ekkert sem tryggir það fullkomlegea en við teljum að þetta sé gott skref í á átt.“ Sjá einnig: Verkfalli lækna aflýst Sigurveig vildi sem fyrr segir ekki gefa neitt uppi um einstök atriði samningsins sem er 33 blaðsíður. Fyrst yrði hann kynntur félagsmönnum. Sjá mátti á fulltrúum samninganefndar lækna að þeim var létt að samningar höfðu tekist. Slógu þeir á létta strengi og því næst fóru fulltrúarnir að bera saman bækur sínar varðandi vinnu næsta daga. Sumir voru svo heppnir að eiga vaktafrí í dag og ætluðu að sofa út eftir 14 klukkustunda fundarsetu. Aðrir voru klárir að mæta til vinnu klukkan átta í morgun.Við undirritun samningsins um klukkan 3:50 í nótt.Vísir/Kolbeinn TumiSamningurinn kynntur læknum í næstu viku „Þetta er náttúrulega algjör uppstokkun á samningnum,“ sagði Sigurveig og benti á að í samningnum fælist meðal annars breytt vinnufyrirkomulag og ýmislegt í þeim dúrnum. Hún sagðist eiga von á því að félagsmenn samþykktu samninginn. „Annars myndum við ekki skrifa undir.“ Að loknu viðtalinu héldu deiluaðilar á skrifstofu þar sem sest var við borð og samningurinn látinn ganga til undirritunar. Einn aðili úr samninganefnd lækna var farinn til Svíþjóðar og höfðu félagar hans á orði að sá hlyti að vera svekktur að hafa misst af samningsdeginum eftir ellefu vikna verkfallsaðgerðir. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari var í hlutverki fundarstjóra, þakkaði báðum aðilum fyrir viðræðurnar og sagði að samningurinn væri einn af þeim eftirminnilegri sem hann hefði komið að. Að lokinni undirskrift tókust allir í hendur og þökkuðu fyrir sig. Þaðan var haldið í vöfflurnar um klukkan 3:45.Magnús Pétursson og fulltrúar samninganefndar lækna biðu aðeins í sætum sínum eftir að fulltrúar ríkisins settust að samningaborðinu til undirritunar.Vísir/Kolbeinn TumiGunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagðist í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 þokkalega sáttur við samninginn. Þá staðfesti Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, að samningurinn yrði kynntur félagsmönnum í næstu viku. Fulltrúar Skurðlæknafélags Íslands funda með ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið, miðvikudag. Ríkissáttasemjari staðfesti við blaðamann að hann yrði mættur þangað áður en gengið var frá þeim vöfflum sem afgangs voru. Fjölmiðlamenn og deiluaðilar yfirgáfu húsnæðið um klukkan 4:25. Post by Vísir.is. Tengdar fréttir Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
„Mér líður bara vel. Ég vona að landsmenn séu ánægðir með að verkfalli verði aflýst,“ sagði Sigurveig Pétusdóttir við blaðamenn rétt áður en skrifað var undir samninga lækna í Læknafélagi Íslands við ríkið. Með samningnum er verkfallsaðgerðum lækna, sem staðið hafa síðan 27. október, lokið. Samningar tókust um klukkan 2:45 í nótt og var fjölmiðlum tilkynnt að skrifað yrði undir samninga um klukkan 3:30. Vísir hafði áður greint frá því að líklegt væri að samningar tækjust um nóttina sem varð raunin. Fjölmiðlamenn héldu því í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni þar sem skrifstofustjórinn Elísabet Ólafsdóttir tók á móti fólki. Var vöffludeigið klárt þegar fjölmiðla bar að garði upp úr klukkan 03. Hafði Elísabet á orði að deiluaðilar vildu undantekningalítið fá sínar vöfflur óháð því á hvaða tíma sólarhringsins væri samið. Fengust þær upplýsingar að verið væri að lesa yfir samninginn. Um klukkan hálf fjögur komu svo deiluaðilar fram og Sigurveig fékk sér fyrstu vöffluna.Elísabet tók brosandi á móti fjölmiðlafólk og greinilega ánægð með tíðindi næturinnar. Hún velti mikið fyrir sér hvenær væri best að hefja baksturinn enda vilji fólk fá vöfflurnar heitar og góðar.Vísir/Kolbeinn Tumi„Auðvitað var þrýstingur að ná samningum en við fundum mikinn jákvæðan stuðning frá almenningi. Við erum mjög þakklát fyrir það,“ sagði Sigurveig sem svaraði spurningum fréttamanna sem vissu sem var að ekkert yrði gefið upp um einstök atriði samningsins. Aðspurð sagðist Sigurveig sátt við samninginn. Annars væri ekki komið að því að skrifa undir. Hún vonar að samningurinn verði til þess að læknar haldist frekar hér á landi. „Það er ekkert sem tryggir það fullkomlegea en við teljum að þetta sé gott skref í á átt.“ Sjá einnig: Verkfalli lækna aflýst Sigurveig vildi sem fyrr segir ekki gefa neitt uppi um einstök atriði samningsins sem er 33 blaðsíður. Fyrst yrði hann kynntur félagsmönnum. Sjá mátti á fulltrúum samninganefndar lækna að þeim var létt að samningar höfðu tekist. Slógu þeir á létta strengi og því næst fóru fulltrúarnir að bera saman bækur sínar varðandi vinnu næsta daga. Sumir voru svo heppnir að eiga vaktafrí í dag og ætluðu að sofa út eftir 14 klukkustunda fundarsetu. Aðrir voru klárir að mæta til vinnu klukkan átta í morgun.Við undirritun samningsins um klukkan 3:50 í nótt.Vísir/Kolbeinn TumiSamningurinn kynntur læknum í næstu viku „Þetta er náttúrulega algjör uppstokkun á samningnum,“ sagði Sigurveig og benti á að í samningnum fælist meðal annars breytt vinnufyrirkomulag og ýmislegt í þeim dúrnum. Hún sagðist eiga von á því að félagsmenn samþykktu samninginn. „Annars myndum við ekki skrifa undir.“ Að loknu viðtalinu héldu deiluaðilar á skrifstofu þar sem sest var við borð og samningurinn látinn ganga til undirritunar. Einn aðili úr samninganefnd lækna var farinn til Svíþjóðar og höfðu félagar hans á orði að sá hlyti að vera svekktur að hafa misst af samningsdeginum eftir ellefu vikna verkfallsaðgerðir. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari var í hlutverki fundarstjóra, þakkaði báðum aðilum fyrir viðræðurnar og sagði að samningurinn væri einn af þeim eftirminnilegri sem hann hefði komið að. Að lokinni undirskrift tókust allir í hendur og þökkuðu fyrir sig. Þaðan var haldið í vöfflurnar um klukkan 3:45.Magnús Pétursson og fulltrúar samninganefndar lækna biðu aðeins í sætum sínum eftir að fulltrúar ríkisins settust að samningaborðinu til undirritunar.Vísir/Kolbeinn TumiGunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagðist í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 þokkalega sáttur við samninginn. Þá staðfesti Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, að samningurinn yrði kynntur félagsmönnum í næstu viku. Fulltrúar Skurðlæknafélags Íslands funda með ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið, miðvikudag. Ríkissáttasemjari staðfesti við blaðamann að hann yrði mættur þangað áður en gengið var frá þeim vöfflum sem afgangs voru. Fjölmiðlamenn og deiluaðilar yfirgáfu húsnæðið um klukkan 4:25. Post by Vísir.is.
Tengdar fréttir Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00