Erlingur Richardsson, annar af tveimur aðstoðarþjálfurum íslenska landsliðsins í handbolta, fer ekki með liðinu á HM í Katar þar sem hann á ekki heimangengt vegna starfs síns hjá austurríska úrvalsdeildarliðinu West Wien.
„Því miður verður hann ekki með,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Fréttablaðið, en Erlingur mun samt sem áður koma að leikgreiningu Íslands á HM.
„Menn geta alveg unnið leikgreiningar á milli landa þannig að Erlingur mun koma að þessu, en því miður getur hann ekki farið með okkur,“ segir Einar.
Erlingur var á bekknum í báðum leikjum Íslands gegn Þýskalandi í Laugardalshöllinni sem fram fóru á sunnudag og mánudag og þá verður hann eini aðstoðarþjálfarinn á fjögurra landa mótinu sem hefst á föstudaginn.
„Gunnar Magnússon er að stýra U21 árs landsliðinu í forkeppni HM, en riðillinn okkar er spilaður hérna heima. Erlingur verður því með Aroni í Svíþjóð og Danmörku en fer svo til Austurríkis. Gunnar kemur aftur til móts við liðið á mánudaginn,“ segir Einar.
Erfitt verkefni er fyrir höndum hjá Gunnari í forkeppni U21 árs liðsins, en það mætir Noregi, Eistlandi og Litháen og fara allir leikirnir fram í Strandgötu í Hafnarfirði.
„Það er aðeins eitt lið af þessum fjórum sem vinnur sér inn sæti á HM í Brasilíu í sumar. Við erum komnir með 19 ára landsliðið á HM í Rússlandi og þarna er möguleiki á að koma 21 árs liðinu á HM líka. Þetta er erfiður riðill því Noregur og Eistland voru bæði á síðasta HM, en þangað komumst við ekki,“ segir Einar Þorvarðarson.
Erlingur fer ekki með Íslandi á HM
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn