Tiger Woods í forystu þegar að Wyndham meistaramótið er hálfnað 21. ágúst 2015 22:32 Sólin skein á Tiger í dag. Getty Tiger Woods leiðir ásamt hinum lítt þekkta Tom Hoge eftir tvo hringi á Wyndham meistaramótinu sem nú er hálfnað en þeir hafa leikið hringina tvo á Greensboro vellinum á 11 höggum undir pari. Það eru tvö ár síðan að Tiger hefur farið jafn vel af stað í móti á PGA-mótaröðinni en hann lék annan hring í kvöld á 65 höggum eða fimm undir pari. Þessi fyrrum besti kylfingur heims hefur átt mjög slæmu gengi að fagna á árinu og hrunið niður heimslistan í golfi en að undanförnu hefur hann verið í töluverðum sveiflubreytingum í samstarfi við þjálfara sinn, Chris Como. Tiger sagði við fréttamenn eftir hringinn að góð spilamennska sín í mótinu hingað væri vegna þess að þessar stífu æfingar væru að skila sér en hann þarf nauðsynlega á sigri að halda um helgina til þess að komast inn í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Í öðru sæti, einu á eftir Tiger og Hoge eru reynsluboltarnir Chad Campbell og Davis Love á tíu undir pari en nokkrir kylfingar koma þar á eftir á níu höggum undir. Útsending frá þriðja hring á morgun hefst klukkan 17:00 á Golfstöðinni. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods leiðir ásamt hinum lítt þekkta Tom Hoge eftir tvo hringi á Wyndham meistaramótinu sem nú er hálfnað en þeir hafa leikið hringina tvo á Greensboro vellinum á 11 höggum undir pari. Það eru tvö ár síðan að Tiger hefur farið jafn vel af stað í móti á PGA-mótaröðinni en hann lék annan hring í kvöld á 65 höggum eða fimm undir pari. Þessi fyrrum besti kylfingur heims hefur átt mjög slæmu gengi að fagna á árinu og hrunið niður heimslistan í golfi en að undanförnu hefur hann verið í töluverðum sveiflubreytingum í samstarfi við þjálfara sinn, Chris Como. Tiger sagði við fréttamenn eftir hringinn að góð spilamennska sín í mótinu hingað væri vegna þess að þessar stífu æfingar væru að skila sér en hann þarf nauðsynlega á sigri að halda um helgina til þess að komast inn í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Í öðru sæti, einu á eftir Tiger og Hoge eru reynsluboltarnir Chad Campbell og Davis Love á tíu undir pari en nokkrir kylfingar koma þar á eftir á níu höggum undir. Útsending frá þriðja hring á morgun hefst klukkan 17:00 á Golfstöðinni.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira