Einstök staðsetning á heimsmælikvarða Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2015 12:15 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company, og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, sem leiðir fjármögnun hótelbyggingarinnar, skoða líkan af hótelinu og næsta umhverfi. Vísir/Valli Borgarstjóri segir löngu tímabært að byggt sé í holunni framan við Hörpu og telur að fimm stjörnu hótel Marriott hótelkeðjunnar muni efla ferðaþjónustuna í Reykjavík. Aðstoðarforstjóri Marriott segir staðsetninguna einstaka og á heimsmælikvarða. Árum saman hefur verið reynt að ná samningum við erlend hótelfyrirtæki um byggingu fimm stjörnu hótels á lóðinni framan við Hörpu til að styrkja ráðstefnuhald og aðra starfsemi í húsinu. Fjöldi viljayfirlýsinga hefur verið undirritaður en aldrei áður hefur verið skrifað undir formlega samninga eins og nú. Bandaríska fjárfestingafyrirtækið Carpenter og Co sem m.a. sérhæfir sig í byggingu hótela í samstarfi við nokkrar stærstu hótelkeðjur heims sér um fjármögnun byggingarinnar í samstarfi við Arion banka. Ásgeir Ásgeirsson arkitekt hjá Tark mun teikna bygginguna í samstarfi við Cambridge 7 arkitektastofuna í Bandaríkjunum.Teikningar klárar á haustmánuðum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að teikningar eigi að liggja fyrir á haustmánuðum og framkvæmdir hefjist upp úr áramótum. Það sé löngu tímabært að fylla upp í holuna við Hörpu. „Það er auðvitað mikilvægt á margan hátt. Í fyrsta lagi er þetta stór fjárfesting (16 milljarðar). Það er löngu tímabært að fylla í holuna eins og þú segir. En þetta er líka ný vídd í ferðaþjónustuna. Þetta markaðssetur sig gagnvart betur borgandi ferðamönnum. Svo held ég að það sé mjög spennandi að þarna er stefnan ekki sett á að vera með lúxushótel bara fyrir einhverja ríka gesti, heldur lifandi hótel sem opnar sig fyrir borgarbúa. Er með lifandi dagskrá út í gegn og verður hluti að borgarlífinu en ekki út af fyrir sig,“ segir Dagur. Þetta muni breikka framboðið í miðborginni sem sé nú þegar mjög skemmtileg og styðja við annan hótelrekstur og ferðaþjónustu í borginni. Hótelið mun heita Marriott Edition Reykjavík en Edition er nýtt vörumerki fimm stjörnu hótela Marriott hótelkeðjunnar og hafa einungis fjögur slík hótel verið opnuð hingað til, en Marriott rekur fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn.Verður eitt besta hótel í heimi Sandeep Walia aðstoðarforstjóri Marriott Edition í Evrópu er mjög spenntur fyrir möguleikunum í Reykjavík og segir að innan nokkurra ára rísi 250 herbergja gæðahótel upp úr holunni við Hörpu „Þetta verður án efa eitt besta hótel í heimi. Staðsetningin er stórkostleg með útsýni yfir höfnina og Faxablóa við hliðina á Hörpu. Samvinna hótelsins og ráðstefnumiðstöðvarinnar í Hörpu getur reynst mjög vel. Hugsanlega mun hótel af þessari gerð draga stærri ráðstefnur að Hörpu,“ segir Sandeep Walia. Tengdar fréttir Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur E. coli í frönskum osti Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Borgarstjóri segir löngu tímabært að byggt sé í holunni framan við Hörpu og telur að fimm stjörnu hótel Marriott hótelkeðjunnar muni efla ferðaþjónustuna í Reykjavík. Aðstoðarforstjóri Marriott segir staðsetninguna einstaka og á heimsmælikvarða. Árum saman hefur verið reynt að ná samningum við erlend hótelfyrirtæki um byggingu fimm stjörnu hótels á lóðinni framan við Hörpu til að styrkja ráðstefnuhald og aðra starfsemi í húsinu. Fjöldi viljayfirlýsinga hefur verið undirritaður en aldrei áður hefur verið skrifað undir formlega samninga eins og nú. Bandaríska fjárfestingafyrirtækið Carpenter og Co sem m.a. sérhæfir sig í byggingu hótela í samstarfi við nokkrar stærstu hótelkeðjur heims sér um fjármögnun byggingarinnar í samstarfi við Arion banka. Ásgeir Ásgeirsson arkitekt hjá Tark mun teikna bygginguna í samstarfi við Cambridge 7 arkitektastofuna í Bandaríkjunum.Teikningar klárar á haustmánuðum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að teikningar eigi að liggja fyrir á haustmánuðum og framkvæmdir hefjist upp úr áramótum. Það sé löngu tímabært að fylla upp í holuna við Hörpu. „Það er auðvitað mikilvægt á margan hátt. Í fyrsta lagi er þetta stór fjárfesting (16 milljarðar). Það er löngu tímabært að fylla í holuna eins og þú segir. En þetta er líka ný vídd í ferðaþjónustuna. Þetta markaðssetur sig gagnvart betur borgandi ferðamönnum. Svo held ég að það sé mjög spennandi að þarna er stefnan ekki sett á að vera með lúxushótel bara fyrir einhverja ríka gesti, heldur lifandi hótel sem opnar sig fyrir borgarbúa. Er með lifandi dagskrá út í gegn og verður hluti að borgarlífinu en ekki út af fyrir sig,“ segir Dagur. Þetta muni breikka framboðið í miðborginni sem sé nú þegar mjög skemmtileg og styðja við annan hótelrekstur og ferðaþjónustu í borginni. Hótelið mun heita Marriott Edition Reykjavík en Edition er nýtt vörumerki fimm stjörnu hótela Marriott hótelkeðjunnar og hafa einungis fjögur slík hótel verið opnuð hingað til, en Marriott rekur fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn.Verður eitt besta hótel í heimi Sandeep Walia aðstoðarforstjóri Marriott Edition í Evrópu er mjög spenntur fyrir möguleikunum í Reykjavík og segir að innan nokkurra ára rísi 250 herbergja gæðahótel upp úr holunni við Hörpu „Þetta verður án efa eitt besta hótel í heimi. Staðsetningin er stórkostleg með útsýni yfir höfnina og Faxablóa við hliðina á Hörpu. Samvinna hótelsins og ráðstefnumiðstöðvarinnar í Hörpu getur reynst mjög vel. Hugsanlega mun hótel af þessari gerð draga stærri ráðstefnur að Hörpu,“ segir Sandeep Walia.
Tengdar fréttir Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur E. coli í frönskum osti Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19