Líkfundur í Laxárdal: Getur tekið nokkurn tíma að bera kennsl á hinn látna Birgir Olgeirsson skrifar 21. ágúst 2015 11:17 Göngufólk fann lík mannsins við Sauðdrápsgil í Laxárdal á þriðjudag. Vísir/Loftmyndir.is Lögreglan á Suðurlandi, kennslanefnd ríkislögreglustjóra og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinna áfram úr ábendingum sem borist hafa vegna líkfundarins í Laxárdal í Nesjum síðastliðinn þriðjudag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem barst frá lögreglu á ellefta tímanum í morgun.Sjá einnig: Göngufólk fann lík unga mannsins við Sauðdrápsgil í Laxárdal Þar segir að lögreglan sé meðal annars í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. Fram kom í frétt Vísis í gær að fyrir höndum væri leit í gagnasöfnum hér heima og ytra til að reyna að finna einhver fingraför eða sýni sem hægt er að bera saman í tengslum við rannsóknina. Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að réttarkrufning hafi farið fram og að réttarlæknir vinni nú úr niðurstöðum þeirra. Fram kom á Vísi í gær að réttarkrufningin var framkvæmd á miðvikudag. Lögreglan segist í tilkynningunni ætla að upplýsa um gang rannsóknarinnar eftir því sem henni miðar áfram og að nokkurn tíma getur tekið að fá staðfest auðkenni þannig að unnt sé að bera kennsl á hinn látna.Sjá einnig: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Það mun því töluvert mæða á kennslanefnd ríkislögreglustjóra á næstunni en hana skipa tveir rannsóknarlögreglumenn, réttarlæknir og tannlæknir. Vísir sagði einnig frá því í gær að tveir væru á lista lögreglu yfir einstaklinga sem er saknað á Íslandi. Þessir tveir einstaklingar eru Matthías Þórarinsson og þýski ferðamaðurinn Christian Mathias Markus. Samkvæmt heimildum Vísis skoðaði lögreglan lista yfir einstaklinga sem er saknað hér á landi og hefur verið útilokað að lík unga mannsins sem fannst í Laxárdal í vikunni sé af annað hvort Matthíasi eða Christian. Tengdar fréttir Göngufólk fann lík unga mannsins við Sauðdrápsgil í Laxárdal Kennslanefnd vinnur með upplýsingar sem fengust úr réttarkrufningu sem var framkvæmd í gær. 20. ágúst 2015 10:35 Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20 Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi, kennslanefnd ríkislögreglustjóra og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinna áfram úr ábendingum sem borist hafa vegna líkfundarins í Laxárdal í Nesjum síðastliðinn þriðjudag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem barst frá lögreglu á ellefta tímanum í morgun.Sjá einnig: Göngufólk fann lík unga mannsins við Sauðdrápsgil í Laxárdal Þar segir að lögreglan sé meðal annars í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. Fram kom í frétt Vísis í gær að fyrir höndum væri leit í gagnasöfnum hér heima og ytra til að reyna að finna einhver fingraför eða sýni sem hægt er að bera saman í tengslum við rannsóknina. Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að réttarkrufning hafi farið fram og að réttarlæknir vinni nú úr niðurstöðum þeirra. Fram kom á Vísi í gær að réttarkrufningin var framkvæmd á miðvikudag. Lögreglan segist í tilkynningunni ætla að upplýsa um gang rannsóknarinnar eftir því sem henni miðar áfram og að nokkurn tíma getur tekið að fá staðfest auðkenni þannig að unnt sé að bera kennsl á hinn látna.Sjá einnig: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Það mun því töluvert mæða á kennslanefnd ríkislögreglustjóra á næstunni en hana skipa tveir rannsóknarlögreglumenn, réttarlæknir og tannlæknir. Vísir sagði einnig frá því í gær að tveir væru á lista lögreglu yfir einstaklinga sem er saknað á Íslandi. Þessir tveir einstaklingar eru Matthías Þórarinsson og þýski ferðamaðurinn Christian Mathias Markus. Samkvæmt heimildum Vísis skoðaði lögreglan lista yfir einstaklinga sem er saknað hér á landi og hefur verið útilokað að lík unga mannsins sem fannst í Laxárdal í vikunni sé af annað hvort Matthíasi eða Christian.
Tengdar fréttir Göngufólk fann lík unga mannsins við Sauðdrápsgil í Laxárdal Kennslanefnd vinnur með upplýsingar sem fengust úr réttarkrufningu sem var framkvæmd í gær. 20. ágúst 2015 10:35 Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20 Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Göngufólk fann lík unga mannsins við Sauðdrápsgil í Laxárdal Kennslanefnd vinnur með upplýsingar sem fengust úr réttarkrufningu sem var framkvæmd í gær. 20. ágúst 2015 10:35
Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20
Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12