Innlent

Misstu fulla stjórn á flugvélinni um tíma

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flugvél Icelandair.
Flugvél Icelandair. Vísir/Vilhelm Gunnarsson
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út skýrslu vegna atviks sem átti sér stað þann 26. febrúar 2013 þegar Boeing 757-200 vél Icelandair var á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Bilun í vængbúnaði olli því að um tíma höfðu flugmenn vélarinnar ekki stjórn á flugvélinni.

Í tilkynningu frá Rannsóknarnefnd segir að þann 26. febrúar 2013 hafi Boeing 757-200 verið í áætlunarflugi á vegum Icelandair á leið frá Kaupmannahafnarflugvelli til Keflavíkurflugvallar með 171 manns um borð. Á lokastefnu fyrir flugbraut 20 á Keflavíkurflugvelli, skömmu fyrir áætlaða lendingu, valt flugvélin á vinstri væng og beygði stjórnlaust til vinstri. Flugmenn flugvélarinnar reyndu að að leiðrétta stefnu flugvélarinnar og höfðu ekki fulla stjórn á flugvélinni um tíma.

Í ljós kom að flugvélin hafði misst vökvaþrýsting í hægra vökvaþrýstikerfi um það leyti þegar flugvélin var að hefja lækkun inn til Keflavíkurflugvallar. Við það hafði undirliggjandi bilun sem í kjölfarið fannst í lyftispilli númer 6 á vinstri væng orðið virk þegar vængbörð flugvélarinnar voru sett að fullu niður fyrir lendingu. Biluninn í lyftispillinum var rakin til hönnunargalla er orsakaði sprungumyndun í kjölfar málmþreytu í íhlut í lyftispillinum.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa gefur út fimm tillögur í öryggisátt í skýrslunni. Er einni tillögunni beint til framleiðanda lyftispillisins (Moog), tveimur tillögum til framleiðanda flugvélarinnar (Boeing) og tveimur tillögunum til bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAA).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×