Markverðir Blika halda oftast hreinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2015 06:00 Sonný og Gunnleifur hafa varið mark Breiðabliks með stæl í sumar. vísir/anton „Hann má vera stoltur af okkur held ég,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður karlaliðs Breiðabliks þegar hann er spurður út í markmannsþjálfara Blika, Ólaf Pétursson. Ólafur getur heldur ekki mikið kvartað yfir markvörðunum sínum í sumar. Gunnleifur hefur þegar haldið átta sinnum hreinu og fengið fæst mörk á sig af markvörðum Pepsi-deildar karla. Sonný Lára Þráinsdóttir hefur síðan gert enn betur, hún hefur haldið hreinu í 11 af 13 leikjum Blikanna í Pepsi-deild kvenna og fékk síðast á sig mark í 3. umferð í maí. „Ólafur Pétursson er frábær markmannsþjálfari. Hann skilur leikinn svo vel og það er gott að ræða hlutina við hann. Hann er ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum,“ segir Gunnleifur. Ólafur er ekki aðeins markmannsþjálfari Sonnýjar því hann er einnig aðstoðarþjálfari liðsins. „Við erum með sama markmannsþjálfara og það hlýtur að segja eitthvað,“ segir Sonný. Hún hefur haldið hreinu í 11 leikjum en vill ekki vera að gera of mikið úr þeirri tölfræði. „Það er miklu mikilvægara að fá öll þrjú stigin en hvort þú heldur hreinu eða ekki. Það hjálpar hins vegar mikið að fá ekki á sig mark,“ segir Sonný létt. „Þetta hefur smollið rosalega vel saman hjá okkur. Ég er að tala mikið við þær og þær við mig. Öll varnarlínan er búin að standa sig gríðarlega vel,“ segir Sonný. Hún eins og Gunnleifur leggur áherslu á það að þetta snúist nú ekki bara um markvörðinn. „Það er ekki bara ég sem er að halda hreinu því varnarleikurinn er búinn að vera mjög góður alveg frá fremsta manni. Það er það sem skilar þessu því ef ég væri einn í marki þá væri ég búinn að fá þúsund mörk á mig,“ segir Gunnleifur. Hann er samt sáttur með sitt sumar. „Ég er ánægður með mína frammistöðu og ég held að Óli sé það líka,“ segir Gunnleifur.Blikar eru í góðri stöðu, bæði í Pepsi-deild karla og kvenna.vísir/antonSonný Lára verður 29 ára seinna á þessu ári en hún hélt lengi tryggð við Fjölnisliðið. „Ég kom bara í Breiðablik í fyrra og þetta er því bara annað tímabilið mitt. Ég hef ekki verið í titilbaráttu í úrvalsdeild áður. Við vorum að elta mikið í fyrra og þetta er því nýtt fyrir mér,“ segir Sonný sem var í baráttunni á botni deildarinnar þegar hún var í Fjölni. „Það er miklu skemmtilegra að vera í toppbaráttunni,“ segir Sonný en af hverju Breiðablik? „Ég var búin að vera í 1. deildinni með Fjölni í þrjú sumur og langaði að prófa að fara í úrvalsdeildina áður en ég hætti. Ég vildi ekki bíða of lengi. Ég tók slaginn í fyrra og sé ekki eftir því núna,“ segir Sonný. Gunnleifur Gunnleifsson fagnaði fertugafmæli sínu á dögunum og hefur sjaldan leikið betur en í sumar sem er hans þriðja tímabil með Breiðabliki.„Ég skil það svo sem vel að fólk sé að tala um að ég sé orðinn 40 ára. Það er allt í lagi og truflar mig ekki neitt. Skrokkurinn á mér er í góðu standi og ég nýt þess bara að spila með frábæru liði og frábærum strákum. Það gengur vel. Þegar fótboltinn gengur vel þá gengur lífið yfirleitt vel hjá okkur fótboltamönnunum,“ segir Gunnleifur í léttum tón.Hann hrósar Sonný og kvennaliðinu. „Það er frábær árangur hjá henni og kvennaliði Blika að vera bara búnar að fá á sig tvö mörk. Sonný er líka búin að standa sig frábærlega. Hún hefur marga góða kosti sem markmaður og er ótrúlega flott manneskja,“ segir Gunnleifur.Hann yfirgaf FH sem Íslandsmeistari eftir 2012-tímabilið en hvorki hann né FH hafa unnið titilinn síðan. Nú er hann ásamt Blikaliðinu í baráttunni um titilinn við FH.„Auðvitað viljum við verða Íslandsmeistarar og við teljum okkur vera með nógu gott lið til þess að fara alla leið,“ segir Gunnleifur.Blikar eiga möguleika á að vinna tvöfalt enda bæði liðin búin að safna mörgum stigum í sumar. „Það er rosa stemning í félaginu og búið að vera í allt sumar og í vetur líka. Það er vel hugsað um kvennaliðið hjá okkur og allt til alls fyrir bæði liðin,“ segir Gunnleifur. Sonný Láru vantar „bara“ 80 mínútur upp á að halda marki sínu hreinu í þúsund mínútur í Pepsi-deildinni en það mun reyna á hana og Blikavörnina í kvöld þegar liðið heimsækir Íslandsmeistara Stjörnunnar í Garðabænum. „Þær eru búnar að styrkja sig mikið síðan í síðasta leik við okkur og komnar með fjóra nýja erlenda leikmenn. Við erum ekkert smeykar. Þær eru vissulega með hörkulið en við erum með hörkulið líka,“ segir Sonný. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
„Hann má vera stoltur af okkur held ég,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður karlaliðs Breiðabliks þegar hann er spurður út í markmannsþjálfara Blika, Ólaf Pétursson. Ólafur getur heldur ekki mikið kvartað yfir markvörðunum sínum í sumar. Gunnleifur hefur þegar haldið átta sinnum hreinu og fengið fæst mörk á sig af markvörðum Pepsi-deildar karla. Sonný Lára Þráinsdóttir hefur síðan gert enn betur, hún hefur haldið hreinu í 11 af 13 leikjum Blikanna í Pepsi-deild kvenna og fékk síðast á sig mark í 3. umferð í maí. „Ólafur Pétursson er frábær markmannsþjálfari. Hann skilur leikinn svo vel og það er gott að ræða hlutina við hann. Hann er ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum,“ segir Gunnleifur. Ólafur er ekki aðeins markmannsþjálfari Sonnýjar því hann er einnig aðstoðarþjálfari liðsins. „Við erum með sama markmannsþjálfara og það hlýtur að segja eitthvað,“ segir Sonný. Hún hefur haldið hreinu í 11 leikjum en vill ekki vera að gera of mikið úr þeirri tölfræði. „Það er miklu mikilvægara að fá öll þrjú stigin en hvort þú heldur hreinu eða ekki. Það hjálpar hins vegar mikið að fá ekki á sig mark,“ segir Sonný létt. „Þetta hefur smollið rosalega vel saman hjá okkur. Ég er að tala mikið við þær og þær við mig. Öll varnarlínan er búin að standa sig gríðarlega vel,“ segir Sonný. Hún eins og Gunnleifur leggur áherslu á það að þetta snúist nú ekki bara um markvörðinn. „Það er ekki bara ég sem er að halda hreinu því varnarleikurinn er búinn að vera mjög góður alveg frá fremsta manni. Það er það sem skilar þessu því ef ég væri einn í marki þá væri ég búinn að fá þúsund mörk á mig,“ segir Gunnleifur. Hann er samt sáttur með sitt sumar. „Ég er ánægður með mína frammistöðu og ég held að Óli sé það líka,“ segir Gunnleifur.Blikar eru í góðri stöðu, bæði í Pepsi-deild karla og kvenna.vísir/antonSonný Lára verður 29 ára seinna á þessu ári en hún hélt lengi tryggð við Fjölnisliðið. „Ég kom bara í Breiðablik í fyrra og þetta er því bara annað tímabilið mitt. Ég hef ekki verið í titilbaráttu í úrvalsdeild áður. Við vorum að elta mikið í fyrra og þetta er því nýtt fyrir mér,“ segir Sonný sem var í baráttunni á botni deildarinnar þegar hún var í Fjölni. „Það er miklu skemmtilegra að vera í toppbaráttunni,“ segir Sonný en af hverju Breiðablik? „Ég var búin að vera í 1. deildinni með Fjölni í þrjú sumur og langaði að prófa að fara í úrvalsdeildina áður en ég hætti. Ég vildi ekki bíða of lengi. Ég tók slaginn í fyrra og sé ekki eftir því núna,“ segir Sonný. Gunnleifur Gunnleifsson fagnaði fertugafmæli sínu á dögunum og hefur sjaldan leikið betur en í sumar sem er hans þriðja tímabil með Breiðabliki.„Ég skil það svo sem vel að fólk sé að tala um að ég sé orðinn 40 ára. Það er allt í lagi og truflar mig ekki neitt. Skrokkurinn á mér er í góðu standi og ég nýt þess bara að spila með frábæru liði og frábærum strákum. Það gengur vel. Þegar fótboltinn gengur vel þá gengur lífið yfirleitt vel hjá okkur fótboltamönnunum,“ segir Gunnleifur í léttum tón.Hann hrósar Sonný og kvennaliðinu. „Það er frábær árangur hjá henni og kvennaliði Blika að vera bara búnar að fá á sig tvö mörk. Sonný er líka búin að standa sig frábærlega. Hún hefur marga góða kosti sem markmaður og er ótrúlega flott manneskja,“ segir Gunnleifur.Hann yfirgaf FH sem Íslandsmeistari eftir 2012-tímabilið en hvorki hann né FH hafa unnið titilinn síðan. Nú er hann ásamt Blikaliðinu í baráttunni um titilinn við FH.„Auðvitað viljum við verða Íslandsmeistarar og við teljum okkur vera með nógu gott lið til þess að fara alla leið,“ segir Gunnleifur.Blikar eiga möguleika á að vinna tvöfalt enda bæði liðin búin að safna mörgum stigum í sumar. „Það er rosa stemning í félaginu og búið að vera í allt sumar og í vetur líka. Það er vel hugsað um kvennaliðið hjá okkur og allt til alls fyrir bæði liðin,“ segir Gunnleifur. Sonný Láru vantar „bara“ 80 mínútur upp á að halda marki sínu hreinu í þúsund mínútur í Pepsi-deildinni en það mun reyna á hana og Blikavörnina í kvöld þegar liðið heimsækir Íslandsmeistara Stjörnunnar í Garðabænum. „Þær eru búnar að styrkja sig mikið síðan í síðasta leik við okkur og komnar með fjóra nýja erlenda leikmenn. Við erum ekkert smeykar. Þær eru vissulega með hörkulið en við erum með hörkulið líka,“ segir Sonný.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira