Erlent

Ástralskir liðsmenn Íslamska ríkisins fái ekki að snúa aftur

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu.
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu. Vísir/AFP
Ríkisstjórn Ástralíu undirbýr nú lagasetningu sem heimilar stjórnvöldum að svipta þá sem hafa tvöfaldan ríkisborgararétt áströlskum ríkisborgararétti sínum hafi þeir tengsl við hryðjuverkasamtök. 

Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að koma í veg fyrir að þeir Ástralar sem barist hafa með Íslamska ríkinu geti snúið aftur til landsins. Talið er að um 120 ástralskir ríkisborgarar berjist nú með Íslamska ríkinu en um helmingur þeirra er með tvöfaldan ríkisborgararétt.

Til stendur að leggja frumvarpið fyrir ástralska þingið á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×