Hvers vegna stefndi BHM ríkinu? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. júní 2015 00:00 BHM hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna laga nr. 31/2015 sem afgreidd voru á Alþingi 13. júní sl. Beiðni um flýtimeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var samþykkt og málflutningur verður fyrir dómnum 3. júlí nk. Það gerist ekki á hverjum degi að stéttarfélög neyðist til að stefna ríkinu – sem í þessu tilviki er vinnuveitandi – fyrir dómstóla en ólög þau er Alþingi setti til að banna verkfallsaðgerðir félaga innan BHM gerðu það óhjákvæmilegt. Að mati BHM felur lagasetningin í sér ólögmætt inngrip í starfsemi BHM sem frjálsra og löglegra félagasamtaka. Lögin brjóti gegn 74. gr. Stjórnarskrárinnar og 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá brjóti þau einnig gegn samþykktum ILO og Félagsmálasáttmála Evrópu. Lagasetningin er að mati BHM reist á ómálefnalegum sjónarmiðum og að engu hafandi. Þar má fyrst benda á að inn í lögin eru skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir, t.d. lækna og framhaldsskólakennara. BHM telur að því fari fjarri að verkfallsaðgerðir félaga innan vébanda þess hafi stofnað öryggi í hættu. Undanþágunefndir afgreiddu mörg hundruð beiðnir á meðan á verkfallsaðgerðum stóð, gagngert í því augnamiði að koma í veg fyrir að neyðarástand skapaðist. Ekki verður því séð að fullnægjandi rök hafi verið færð fyrir því að verkfallsaðgerðir félaga innan BHM hafi stefnt þessari þjónustu í hættu. Lögin eru lítið annað en gróf aðför að samnings- og verkfallsrétti háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna innan BHM. Og enn skal minnt á það að ríkisvaldið gerði ekkert til þess að afstýra verkfallsaðgerðum, né heldur gerði það tilraun til þess að mæta kröfum BHM á meðan 10 vikna langt verkfall stóð yfir. Það undirstrikar þær sýndarviðræður sem í gangi voru. Ríkið ber algjöra ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Það hefur skilað auðu sem vinnuveitandi þúsunda félagsmanna BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
BHM hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna laga nr. 31/2015 sem afgreidd voru á Alþingi 13. júní sl. Beiðni um flýtimeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var samþykkt og málflutningur verður fyrir dómnum 3. júlí nk. Það gerist ekki á hverjum degi að stéttarfélög neyðist til að stefna ríkinu – sem í þessu tilviki er vinnuveitandi – fyrir dómstóla en ólög þau er Alþingi setti til að banna verkfallsaðgerðir félaga innan BHM gerðu það óhjákvæmilegt. Að mati BHM felur lagasetningin í sér ólögmætt inngrip í starfsemi BHM sem frjálsra og löglegra félagasamtaka. Lögin brjóti gegn 74. gr. Stjórnarskrárinnar og 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá brjóti þau einnig gegn samþykktum ILO og Félagsmálasáttmála Evrópu. Lagasetningin er að mati BHM reist á ómálefnalegum sjónarmiðum og að engu hafandi. Þar má fyrst benda á að inn í lögin eru skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir, t.d. lækna og framhaldsskólakennara. BHM telur að því fari fjarri að verkfallsaðgerðir félaga innan vébanda þess hafi stofnað öryggi í hættu. Undanþágunefndir afgreiddu mörg hundruð beiðnir á meðan á verkfallsaðgerðum stóð, gagngert í því augnamiði að koma í veg fyrir að neyðarástand skapaðist. Ekki verður því séð að fullnægjandi rök hafi verið færð fyrir því að verkfallsaðgerðir félaga innan BHM hafi stefnt þessari þjónustu í hættu. Lögin eru lítið annað en gróf aðför að samnings- og verkfallsrétti háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna innan BHM. Og enn skal minnt á það að ríkisvaldið gerði ekkert til þess að afstýra verkfallsaðgerðum, né heldur gerði það tilraun til þess að mæta kröfum BHM á meðan 10 vikna langt verkfall stóð yfir. Það undirstrikar þær sýndarviðræður sem í gangi voru. Ríkið ber algjöra ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Það hefur skilað auðu sem vinnuveitandi þúsunda félagsmanna BHM.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar