Erlent

Tíu þúsund hundum slátrað og kjötið étið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Dýraverndunarsinnar hafa gagnrýnt kínverska hundakjötshátíð mikið.
Dýraverndunarsinnar hafa gagnrýnt kínverska hundakjötshátíð mikið. nordicphotos/getty
Hundaræktarfélag Íslands, HRFÍ, fordæmir árlega hundakjötshátíð sem hófst í bænum Yulin í Kína á sunnudag. 

Herdís Hallmarsdóttir t.h.


„Á þessari hátíð er viðhöfð meðferð á dýrum sem eru klár brot á dýraverndarlögum,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ.

Umsjónarmenn hátíðarinnar segja hátíðina haldna samkvæmt kínverskum hefðum.

Herdís segir ljóst að ekki sé hægt að fordæma hundakjötsát í sjálfu sér vegna menningarlegs mismunar, en segir HRFÍ augljóslega ekki lýsa yfir velþóknun á því.

„Við fordæmum meðferðina sem þarna er viðhöfð. Þess vegna sendum við mótmæli til kínverska sendiráðsins þar sem við hvöttum kínversk yfirvöld til að banna hátíðina,“ segir Herdís.

„Þeir eru lamdir, soðnir og fláðir lifandi og þetta fordæmum við. Þetta er ekkert annað en hreinasta dýraníð,“ bætir hún við.

Um tíu þúsund hundum hefur verið slátrað fyrir hátíðina og er stór hluti hundanna stolin gæludýr. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×