Erlent

Fjórum rænt á gistiheimili á Filippseyjum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tveir japanskir ferðamenn reyndu að stöðva mannránið, án árangurs.
Tveir japanskir ferðamenn reyndu að stöðva mannránið, án árangurs. Vísir/AFP
Norðmanni, tveimur Kanadamönnum og filippseyskri konu var í gærkvöldi rænt af ferðamannastað í suðurhluta Filippseyja, samkvæmt hernum þar í landi.

Talsmaður hersins segir að vopnaðir menn hafi rænt fólkinu seint í 
gærkvöldi   og að þeir hafi komist undan með fólkið á báti.

Ekki er talið líklegt að fólkið hafi verið tekið af handahófi, heldur hafi mannræningjarnir verið á eftir Kanadamönnunum, en Norðmaðurinn er starfsmaður gistiheimilisins sem mennirnir voru á og er filippseyska konan maki annars þeirra.

Tveir japanskir ferðamenn reyndu að stöðva mannránið, án árangurs.

Mannrán eru ekki óþekkt á þessum slóðum en vígahópar hafa tekið gísla og látið þá lausa gegn lausnargjaldi. Mannránið kom stjórnvöldum á Filippseyjum í opna skjöldu, en friðsamt hefur verið á svæðinu frá því að samkomulag var gert við íslamska uppreisnarmenn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×