Erlent

Scott Walker dregur sig í hlé

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin
Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin
Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin, sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs. Frá þessu greindi New York Times í gærkvöldi og vitnaði til nafnlauss heimildarmanns.

Heimildarmaðurinn er einn þeirra fjársterku sem stutt hafa Walker og sagðist ólmur vilja það áfram en gæti það ekki því aðrir hefðu dregið stuðning sinn til baka. Þá hafi Walker ákveðið að lýsa yfir ósigri þar sem hann vildi ekki „haltra“ inn í forkosningarnar án fjármagns.

Walker mældist í sumar með tuttugu prósenta fylgi þegar allt lék í lyndi og var lengi vel hæstur í Iowa, þar sem kosið er fyrst allra fylkja í forkosningum. Í könnun sem CNN birti í gær mældist fylgi hans hins vegar undir hálfu prósenti. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×