Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. apríl 2015 18:48 Fátt virðist geta komið í veg fyrir að tíu þúsund félagsmenn Starfsgreinasambandsins leggi niður störf í næstu viku. Þetta segir formaður sambandsins en lítið þokaðist á samningafundi í dag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu í morgun. Í fyrsta sinn frá því að sambandið samþykkti að boða til verkfalls. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir fátt nýtt hafa komið fram á fundinum í dag og stöðuna vera óbreytta. „Þannig að það var ekkert sem gerðist,“ segir Björn. Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en að ákveðið hafi verið að ríkissáttasemjari komi á fót tveimur starfshópum til að vinna að lausn deilunnar. Björn segist svartsýnn eftir fundinn í dag um að deilan leysist áður en tíu þúsund félagsmenn sambandsins leggja niður störf. „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda,“ segir Björn. Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á ferðaþjónustu og fiskvinnslu á landsbyggðinni. Atvinnurekendur hafa margir hverjir áhyggjur af stöðunni. Þannig hafa tólf þeirra sem eru á Húsavík og svæðinu þar í kring sett sig beint í samband við formann stéttarfélagsins Framsýnar, eins af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins, til að þrýsta á að hefja beinar viðræður við félagið um gerð nýs kjarasamnings. Stefnt er að því að hefja þær viðræður á laugardaginn. Björn segir mikinn hug í sínu fólki en 95% samþykktu að fara í verkfallsaðgerðir. „Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var mjög mikil og afgerandi þannig að fólk er tilbúið og þannig að við erum bara í góðum gír,“ segir Björn. Eins og staðan er í dag telur hann allar líkur á verkfalli. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að tíu þúsund félagsmenn Starfsgreinasambandsins leggi niður störf í næstu viku. Þetta segir formaður sambandsins en lítið þokaðist á samningafundi í dag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu í morgun. Í fyrsta sinn frá því að sambandið samþykkti að boða til verkfalls. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir fátt nýtt hafa komið fram á fundinum í dag og stöðuna vera óbreytta. „Þannig að það var ekkert sem gerðist,“ segir Björn. Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en að ákveðið hafi verið að ríkissáttasemjari komi á fót tveimur starfshópum til að vinna að lausn deilunnar. Björn segist svartsýnn eftir fundinn í dag um að deilan leysist áður en tíu þúsund félagsmenn sambandsins leggja niður störf. „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda,“ segir Björn. Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á ferðaþjónustu og fiskvinnslu á landsbyggðinni. Atvinnurekendur hafa margir hverjir áhyggjur af stöðunni. Þannig hafa tólf þeirra sem eru á Húsavík og svæðinu þar í kring sett sig beint í samband við formann stéttarfélagsins Framsýnar, eins af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins, til að þrýsta á að hefja beinar viðræður við félagið um gerð nýs kjarasamnings. Stefnt er að því að hefja þær viðræður á laugardaginn. Björn segir mikinn hug í sínu fólki en 95% samþykktu að fara í verkfallsaðgerðir. „Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var mjög mikil og afgerandi þannig að fólk er tilbúið og þannig að við erum bara í góðum gír,“ segir Björn. Eins og staðan er í dag telur hann allar líkur á verkfalli.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira