Lífið

Bara Heiða frumflytur lagið Þynnkublús á Vísi

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Heiða með gítarinn.
Heiða með gítarinn. Vísir/Ernir
Heiða Dóra Jónsdóttir, sem notast við listamannsnafnið Bara Heiða, gefur út lagið Þynnkublús í dag.

Í laginu er dregin fram skopleg hlið á illa lukkuðu djammi en Heiða segist að miklu leyti vera að gera grín að sjálfri sér. „Maður er fullur, þannig að það eru engin skynfæri sem eru í lagi. Það er dimmt, maður heyrir ekki neitt og er í einhvers konar mjög skertu ástandi,“ segir hún hress og bætir sposk við: „Svo vaknar maður kannski daginn eftir, illa farin á taugum og kannski ekki einu sinni heima hjá sér. Svo er fólk kannski einhvern veginn að velja sér framtíðarmaka undir þessum kringumstæðum, þetta er svo skrýtið,“ segir hún og skellihlær.



Heiða hefur samið lög síðan á unglingsaldri en það var ekki fyrr en nýlega sem hún fór að taka þau upp og koma í útvarpsvænt form. „Þá kannski fór að bera meira á manni þó maður hafi alltaf verið einn heima inni í herbergi að semja lög.“

Heiða myndi sjálf seint lýsa sér sem liðtækum rappara en í laginu er samt sem áður stuttur rappkafli en að hennar sögn fannst henni stemningin í laginu bjóða upp á þess konar flutning.

„Þegar maður rappar þá getur maður bara sagt svo ógeðslega mikið á stuttum tíma,“ segir hún hress og bætir við að hún eyði töluverðu púðri í textagerðina.

Hér má hlusta á lag Heiðu, Þynnkublús:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.