Innlent

Afglæpavæðing vændis aðeins eitt mála á dagskrá ársþings Amnesty

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Anna Lúðvíksdóttir Íslandsdeild Amnesty fara út til Dublin með opinn hug.
Anna Lúðvíksdóttir Íslandsdeild Amnesty fara út til Dublin með opinn hug. mynd/anna og vísir/getty
„Þetta er eitt af málunum sem stendur til að ræða á þinginu,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. „Þetta er alls ekki eina málið á dagskrá og villandi að setja fram á þann hátt.“

Heimsþing Amnesty International fer fram í vikunni í Dublin, höfuðborg Írlands. Á þinginu verður rætt hvaða stefnu samtökin eigi að taka á komandi árum í málum tengdum mannréttindum. Eins og fram hefur komið á Vísi er meðal annars til umræðu hvort samtökin taki afstöðu til afglæpavæðingu vændis. Fimm fulltrúar fara á þingið fyrir Íslands hönd.

„Það hefur verið í umræðunni undanfarið ár hvort Amnesty eigi að taka afstöðu til málsins og þetta verður tekið til umræðu núna. Enn liggur ekki fyrir hvaða afstaða verður tekin í málinu eða hvort afstaða verði tekin yfirhöfuð,“ segir Anna.

Anna bendir á að það með umræðunni er ekki litið svo á að það séu mannréttindi að geta keypt vændi. Hins vegar hafa fundarmenn í hyggju að reyna að tryggja að ekki sé brotið á mannréttindum þeirra sem starfa í kynlífsiðnaði.

„Við frá Íslandi munum fara út með opinn hug, hlusta á með- og mótrök áður en við ákveðum hvaða afstöðu við tökum. Við viljum tryggja að mannréttindi fólks í kynlífsiðnaði, og allra, séu sem best varin á öllum stundum,“ segir Anna að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×