Írar rísa undan skugga fortíðar með sögulegri atkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2015 19:15 Yfirgnæfandi meirihluti Íra samþykkti í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu sinnar tegundar að breyta stjórnarskrá landsins þannig að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. En samkynhneigð var ólögleg í landinu allt fram til ársins 1993. Kaþólska kirkjan og viðhorf hennar til samkynhneigðar hefur ráðið miku á Írlandi alla tíð, en fjöldi hneykslismála í þátíð og nútíð innan kirkjunnar hefur dregið mjög úr áhrifum hennar. Atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru talin í dag. Aodhan O'Riordain dóms- og jafnréttismálaráðherra Írlands segir að skilaðboð almennings í landinu gætu vart verið skýrari eftir að tveir þriðju hluti kjósenda sagði já við hjónabandi samkynhneigðra. „Ég er mjög stoltur af því að vera Íri í dag. Þetta hefur verið mikið tilfinningaferðalag fyrir það fólk sem hefur beitt sé í þessari umræðu. Gríðarlega margar persónulegar sögur hafa verið sagðar í herbergjum og sölum út um allt land og á öldum ljósvakans. Ég held að þessari þróun verði aldrei snúið við. Við höfum gefið afgerandi yfirlýsingu um það sem við trúum á,“ segir O'Riordain. Um tíma leit út fyrir að mjótt yrði á munum í þjóðaratkvæðagreiðslunni en kannanir sýndu líka að úrslitin myndu ráðast mikið af þátttöku yngstu kjósendanna en kjörsókn var mjög góð. „Þetta eru mikilvæg skilaboð í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu í heimi um þessi mál til umheimsins. Þetta er gríðarlega sterk yfirlýsing sem styðst ekki við nauman meirihluta heldur yfirgnæfandi meirihluta,“ segir O'Riordain. Allir stjórnmálaflokkar landsins studdu tillöguna og þar var Sinn Féin engin undantekning. „Þetta hefur verið dásamleg herferð að taka þátt í. Fólk var spennt, hugsjónasamt, hamingjusamt og mjög jákvætt. Ég tel að þetta sé stór dagur fyrir jafnréttið,“ segir Gerry Adamns leiðtogi flokksins. Breyting viðhorfa í þessum efnum er mjög mikil á Írlandi miðað við sögu landsins. „Ástandið á Írlandi var furðulegt fyrir aðeins tíu til tuttugu árum, það var dökkt yfir landinu þar sem mörgum steinum var að lokum velt og alls kyns andstyggðar skordýr komu í ljós undir þeim. Það var ekki fyrr en 1993 sem við afglæpuðum samkynhneigðina. Tíu árum þar á undan var það enn álitið í lagi að menn nauðguðu eiginkonum sínum,“ segir Pat Carey fyrrverandi ráðherra. Mjög góð stemming er í miðborg Dyflinnar þar sem mikill fjöldi fólks kom saman í dag til að fagna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti Íra samþykkti í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu sinnar tegundar að breyta stjórnarskrá landsins þannig að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. En samkynhneigð var ólögleg í landinu allt fram til ársins 1993. Kaþólska kirkjan og viðhorf hennar til samkynhneigðar hefur ráðið miku á Írlandi alla tíð, en fjöldi hneykslismála í þátíð og nútíð innan kirkjunnar hefur dregið mjög úr áhrifum hennar. Atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru talin í dag. Aodhan O'Riordain dóms- og jafnréttismálaráðherra Írlands segir að skilaðboð almennings í landinu gætu vart verið skýrari eftir að tveir þriðju hluti kjósenda sagði já við hjónabandi samkynhneigðra. „Ég er mjög stoltur af því að vera Íri í dag. Þetta hefur verið mikið tilfinningaferðalag fyrir það fólk sem hefur beitt sé í þessari umræðu. Gríðarlega margar persónulegar sögur hafa verið sagðar í herbergjum og sölum út um allt land og á öldum ljósvakans. Ég held að þessari þróun verði aldrei snúið við. Við höfum gefið afgerandi yfirlýsingu um það sem við trúum á,“ segir O'Riordain. Um tíma leit út fyrir að mjótt yrði á munum í þjóðaratkvæðagreiðslunni en kannanir sýndu líka að úrslitin myndu ráðast mikið af þátttöku yngstu kjósendanna en kjörsókn var mjög góð. „Þetta eru mikilvæg skilaboð í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu í heimi um þessi mál til umheimsins. Þetta er gríðarlega sterk yfirlýsing sem styðst ekki við nauman meirihluta heldur yfirgnæfandi meirihluta,“ segir O'Riordain. Allir stjórnmálaflokkar landsins studdu tillöguna og þar var Sinn Féin engin undantekning. „Þetta hefur verið dásamleg herferð að taka þátt í. Fólk var spennt, hugsjónasamt, hamingjusamt og mjög jákvætt. Ég tel að þetta sé stór dagur fyrir jafnréttið,“ segir Gerry Adamns leiðtogi flokksins. Breyting viðhorfa í þessum efnum er mjög mikil á Írlandi miðað við sögu landsins. „Ástandið á Írlandi var furðulegt fyrir aðeins tíu til tuttugu árum, það var dökkt yfir landinu þar sem mörgum steinum var að lokum velt og alls kyns andstyggðar skordýr komu í ljós undir þeim. Það var ekki fyrr en 1993 sem við afglæpuðum samkynhneigðina. Tíu árum þar á undan var það enn álitið í lagi að menn nauðguðu eiginkonum sínum,“ segir Pat Carey fyrrverandi ráðherra. Mjög góð stemming er í miðborg Dyflinnar þar sem mikill fjöldi fólks kom saman í dag til að fagna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira