Launaseðlar hjúkrunarfræðinga: „Minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. júní 2015 14:18 Ingibjörg er í níutíu prósent vinnu. „Það má ekkert bregða út af og mistök geta orðið ansi dýrkeypt. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla og þá 4 ára háskólamenntun sem ég hef lokið til þess að sinna minni vinnu.“ Þetta skrifaði Ingibjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga, í Fréttablaðið í dag ásamt því að birta afrit af launaseðili sínum. Hún segir mikilvægt að menntun hjúkrunarfræðinga sé metin til launa, líkt og annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna með sambærilega menntun.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar farnir að segja uppElla Björg Rögnvaldsdóttir er hjúkrunarfræðingur á hjartadeild. Útborguð laun hennar í júní voru 200.582 krónur fyrir sextíu prósenta kvöldvinnu.mynd/ellaVerkfall hjúkrunarfræðinga hefur staðið yfir í rúmar tvær vikur. Áhrif verkfallsins á íslenska heilbrigðisþjónustu eru mikil og deiluaðilar orðnir langeyðir eftir því að lausn fáist í málið. Viðræðum við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var slitið í gær, án árangurs. „Ef við viljum tryggja heilbrigðiskerfi til framtíðar er algjört grundvallaratriði að halda í mannauðinn. Án hans er spítali ekkert nema auð bygging. Íslendingar eiga vel menntaða hjúkrunarfræðinga sem eru eftirsóknarverðir í öllum heiminum,“ skrifar Ingibjörg. Fleiri hjúkrunarfræðingar hafa birt launaseðla sína opinberlega í dag. Þar á meðal Ella Björg Rögnvaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur á hjartadeild Landspítalans. Útborguð laun hennar í júní voru 200.582 krónur fyrir 60 prósent vinnu á kvöldin. Grunnlaun hennar eru 311.920 krónur.Mikið er ég orðin þreytt á að heyra hina og þessa "spekinga" ræða mín eigin launamál, á förnum vegi, á kaffistofum,...Posted by Ella Björg Rögnvaldsdóttir on 10. júní 2015Erla Hlíf Kvaran er á sömu launum og Ella Björg. Hún segist ekki myndu geta náð endum saman væri hún einstæð móðir og þykir það miður að hafa þurft að horfa upp á samstarfsfélaga sína flytja úr landi í leit að eðlilegra og betra lífi.- Mér finnst sárt að hugsa til þess að menntun mín og ábyrgð í starfi er ekki metin til launa- Mér finnst sárt að...Posted by Erla Hlíf Kvaran on 10. júní 2015 Kennaraverkfall Tengdar fréttir Mikið álag á bráðamóttöku: Hjartagáttin opnuð aftur í gærkvöldi Undanþága fékkst til að opna Hjartagáttina á ný. 11. júní 2015 12:25 Hjúkrunarfræðingar farnir að segja upp Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. 11. júní 2015 11:25 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
„Það má ekkert bregða út af og mistök geta orðið ansi dýrkeypt. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla og þá 4 ára háskólamenntun sem ég hef lokið til þess að sinna minni vinnu.“ Þetta skrifaði Ingibjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga, í Fréttablaðið í dag ásamt því að birta afrit af launaseðili sínum. Hún segir mikilvægt að menntun hjúkrunarfræðinga sé metin til launa, líkt og annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna með sambærilega menntun.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar farnir að segja uppElla Björg Rögnvaldsdóttir er hjúkrunarfræðingur á hjartadeild. Útborguð laun hennar í júní voru 200.582 krónur fyrir sextíu prósenta kvöldvinnu.mynd/ellaVerkfall hjúkrunarfræðinga hefur staðið yfir í rúmar tvær vikur. Áhrif verkfallsins á íslenska heilbrigðisþjónustu eru mikil og deiluaðilar orðnir langeyðir eftir því að lausn fáist í málið. Viðræðum við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var slitið í gær, án árangurs. „Ef við viljum tryggja heilbrigðiskerfi til framtíðar er algjört grundvallaratriði að halda í mannauðinn. Án hans er spítali ekkert nema auð bygging. Íslendingar eiga vel menntaða hjúkrunarfræðinga sem eru eftirsóknarverðir í öllum heiminum,“ skrifar Ingibjörg. Fleiri hjúkrunarfræðingar hafa birt launaseðla sína opinberlega í dag. Þar á meðal Ella Björg Rögnvaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur á hjartadeild Landspítalans. Útborguð laun hennar í júní voru 200.582 krónur fyrir 60 prósent vinnu á kvöldin. Grunnlaun hennar eru 311.920 krónur.Mikið er ég orðin þreytt á að heyra hina og þessa "spekinga" ræða mín eigin launamál, á förnum vegi, á kaffistofum,...Posted by Ella Björg Rögnvaldsdóttir on 10. júní 2015Erla Hlíf Kvaran er á sömu launum og Ella Björg. Hún segist ekki myndu geta náð endum saman væri hún einstæð móðir og þykir það miður að hafa þurft að horfa upp á samstarfsfélaga sína flytja úr landi í leit að eðlilegra og betra lífi.- Mér finnst sárt að hugsa til þess að menntun mín og ábyrgð í starfi er ekki metin til launa- Mér finnst sárt að...Posted by Erla Hlíf Kvaran on 10. júní 2015
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Mikið álag á bráðamóttöku: Hjartagáttin opnuð aftur í gærkvöldi Undanþága fékkst til að opna Hjartagáttina á ný. 11. júní 2015 12:25 Hjúkrunarfræðingar farnir að segja upp Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. 11. júní 2015 11:25 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Mikið álag á bráðamóttöku: Hjartagáttin opnuð aftur í gærkvöldi Undanþága fékkst til að opna Hjartagáttina á ný. 11. júní 2015 12:25
Hjúkrunarfræðingar farnir að segja upp Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. 11. júní 2015 11:25
Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36
Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22