Sport

Ásdís mætir þeim bestu í Ósló

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. Vísir/Pjetur
Ásdís Hjálmsdóttir verður á meðal þeirra tíu sem etja kappi í spjótkastskeppni á Demantamóti í frjálsum íþróttum sem fer fram á hinum sögufræga Bislett-leikvangi í Ósló í kvöld.

Ásdís verður þriðja í kaströðinni í keppninni sem hefst klukkan 18.20 í kvöld. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport.

Heimsmethafinn og Ólympíumeistarinn Barbora Spotakova verður á meðal keppanda sem og Christina Obergföll, ríkjandi heimsmeistari og stigahæsti keppandinn á Demantamótaröðinni til þessa. Sunette Viljoen frá Suður-Afríku er einnig líkleg til afreka í kvöld en hún á lengsta kast ársins til þessa. Þessar þrjár komust allar á verðlaunapall á Ólympíuleikunum í Lundúnum fyrir þremur árum.

Ásdís er í nítjánda sæti heimslistans með 62,14 m en þeim árangri náði hún á móti í Lettlandi á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×