Veðrið setur strik í reikninginn á Honda Classic - McIlroy úr leik 28. febrúar 2015 01:55 Brendan Steele lét rigninguna ekki aftra sér í dag. Getty Rory McIlroy vonar eflaust að fall sé fararheill en hann er úr leik á Honda Classic sem fram fer á PGA National vellinum. Eftir tvo hringi er þessi besti kylfingur heims mjög neðarlega á skortöflunni á sjö höggum yfir pari. Mótið er það fyrsta sem McIlroy tekur átt í á PGA-mótaröðinni á árinu en hann mun ekki koma til með að ná niðurskurðinum. Veðrið í Flórídaríki setti strik í reikninginn á öðrum hring en það þurfti að fresta leik tvisvar og sumir kylfingar náðu aðeins að klára nokkrar holur. Bandaríkjamaðurinn Brendan Steele leiðir mótið eins og er en hann lék fyrsta hring á 66 höggum eða fjórum undir pari. Hann var svo í banastuði á fyrstu fjórum holunum á öðrum hring þar sem hann fékk bara fugla áður en leikur var stöðvaður vegna veðurs. Steele er því á átta höggum undir pari, tveimur höggum betri heldur en hinn ungi Patrick Reed sem náði að ljúka öðrum hring og er samtals á sex höggum undir pari. Veðurspáin á PGA-National vellinum er betri á morgun en rástímar á þriðja degi hafa færst til svo að hægt verði að klára annan hring. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy vonar eflaust að fall sé fararheill en hann er úr leik á Honda Classic sem fram fer á PGA National vellinum. Eftir tvo hringi er þessi besti kylfingur heims mjög neðarlega á skortöflunni á sjö höggum yfir pari. Mótið er það fyrsta sem McIlroy tekur átt í á PGA-mótaröðinni á árinu en hann mun ekki koma til með að ná niðurskurðinum. Veðrið í Flórídaríki setti strik í reikninginn á öðrum hring en það þurfti að fresta leik tvisvar og sumir kylfingar náðu aðeins að klára nokkrar holur. Bandaríkjamaðurinn Brendan Steele leiðir mótið eins og er en hann lék fyrsta hring á 66 höggum eða fjórum undir pari. Hann var svo í banastuði á fyrstu fjórum holunum á öðrum hring þar sem hann fékk bara fugla áður en leikur var stöðvaður vegna veðurs. Steele er því á átta höggum undir pari, tveimur höggum betri heldur en hinn ungi Patrick Reed sem náði að ljúka öðrum hring og er samtals á sex höggum undir pari. Veðurspáin á PGA-National vellinum er betri á morgun en rástímar á þriðja degi hafa færst til svo að hægt verði að klára annan hring.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira