Eiginkona íslensks námsmanns særðist í árásunum í París Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2015 19:15 Eiginkona íslensks námsmanns lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. Finnbogi Rútur Finnbogason er 28 ára og hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni í gær, þar sem fjöldi manns féll í skotárásum hryðjuverkamannanna. „Hún Caroline hringdi í mig þegar hún var skotin. Hún sagði mér að koma á kaffihúsið. Þegar ég kom var búið að loka svæðinu,“ segir Finnbogi Rútur. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að fegnið símtalið þó hann hafi ekki haft mikinn tíma til að velta því mikið fyrir sér. Svæðið hafi verið kröggt af lögreglu og hermönnum þegar hann kom á staðinn, tólf manns látnir og margir særðir. Finnbogi Rútur segir að Caroline hafi verið skotin tvívegis í fótinn. „Sem betur fer blæddi hún ekki mikið og þeim tókst að koma henni á spítala voðalega fljótt.“ Sár hennar hafi ekki reynst mjög alvarleg. Finnbogi Rútur og Caroline fara oft á kaffihúsið en í gærkvöldi var hún þar ein með vinkonu sinni sem skotin var í bakið. „Ég hef ekki fengið fréttir af því hvernig henni líður,“ segir Finnbogi Rútur sem segist ekki viss hvort hún sé enn á lífi. Finnbogi Rútur bíður nú á spítalanum og virðist rólegur þrátt fyrir skelfilega reynslu þeirra hjóna. „Ég verð eftir á spítalanum þar til ég fæ upplýsingar um hvernig aðgerðin fór. Þegar ég hef fengið að sjá hana aftur og veit að allt er í lagi þá kannski tek ég mér tíma til að hætta að vera svona stóískur og velta þessu frekar fyrir mér.“ Hryðjuverk í París Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Eiginkona íslensks námsmanns lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. Finnbogi Rútur Finnbogason er 28 ára og hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni í gær, þar sem fjöldi manns féll í skotárásum hryðjuverkamannanna. „Hún Caroline hringdi í mig þegar hún var skotin. Hún sagði mér að koma á kaffihúsið. Þegar ég kom var búið að loka svæðinu,“ segir Finnbogi Rútur. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að fegnið símtalið þó hann hafi ekki haft mikinn tíma til að velta því mikið fyrir sér. Svæðið hafi verið kröggt af lögreglu og hermönnum þegar hann kom á staðinn, tólf manns látnir og margir særðir. Finnbogi Rútur segir að Caroline hafi verið skotin tvívegis í fótinn. „Sem betur fer blæddi hún ekki mikið og þeim tókst að koma henni á spítala voðalega fljótt.“ Sár hennar hafi ekki reynst mjög alvarleg. Finnbogi Rútur og Caroline fara oft á kaffihúsið en í gærkvöldi var hún þar ein með vinkonu sinni sem skotin var í bakið. „Ég hef ekki fengið fréttir af því hvernig henni líður,“ segir Finnbogi Rútur sem segist ekki viss hvort hún sé enn á lífi. Finnbogi Rútur bíður nú á spítalanum og virðist rólegur þrátt fyrir skelfilega reynslu þeirra hjóna. „Ég verð eftir á spítalanum þar til ég fæ upplýsingar um hvernig aðgerðin fór. Þegar ég hef fengið að sjá hana aftur og veit að allt er í lagi þá kannski tek ég mér tíma til að hætta að vera svona stóískur og velta þessu frekar fyrir mér.“
Hryðjuverk í París Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira