Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur sent Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, samúðarkveðjur frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna í París í gær.
„Árásirnar eru skelfilegar og gróf atlaga að grundvallargildum okkar og okkur öllum þungt áfall. Ég votta þeim sem sárt eiga um að binda mína dýpstu samúð,“ segir í skilaboðum Sigmundar Davíðs til Valls.
Sigmundur Davíð sendir forsætisráðherra Frakklands samúðarkveðjur
Tengdar fréttir
Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum
Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París.
Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum
Frakkar eru ekki einir í baráttunni.
Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París
Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi
Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn
Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi.