Harpa böðuð frönsku fánalitunum næstu daga Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2015 11:26 Hjúpur tónlistarhússins verður notaður til að varpa fram frönsku fánalitunum en þeir eru ekki allsendis ólíkir þessum hér að ofan. Vísir Tónlistarhúsið Harpa í Reykjavík verður lýst upp í frönsku fánalitunum næstu daga. Er þetta gert af samstöðu við frönsku þjóðina í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París sem drógu í það minnsta 128 til dauða í gærkvöldi.Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Halldór Guðmundsson, forstóri Hörpu, segir að Reykvíkingar og aðrir gestir borgarinnar geti horft á upplýsta Hörpu innan nokkurra klukkustunda. „Þetta er smá tæknimaus því við erum ekki að varpa ljósi á Hörpu heldur nýta hjúpinn til að kalla fram litina. Þetta er því aðeins flóknara en vonandi tekst þetta á næstu klukkutímum,“ segir Halldór. Yfirleitt tekur slík ljósaforritun nokkra daga en Halldór segir að tæknimenn Hörpu séu orðnir „töluvert færir“ og því ættu þeir að geta komið þessu í kring í dag. „Þeir munu ekki tvínóna við þetta enda ekkert tilefni til,“ segir Halldór. Harpa skipar sér þannig í sveit með fjölmörgum kennileitum um allan heim sem hafa verið böðuð frönsku fánalitunum síðastliðinn sólarhring. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 „Frelsi er óttanum yfirsterkara“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var bersýnilega í geðshræringu þegar hún ávarpaði þýsku þjóðina í morgun. 14. nóvember 2015 09:38 Samúðarkveðja forseta Íslands: Árás á siðmenningu okkar tíma Forseti Íslands hefur í dag sent forseta Frakklands François Hollande samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna hinnar hræðilegu hryðjuverkaárásar í París. 14. nóvember 2015 10:38 Horreur: Forsíður frönsku blaðanna Frönsk dagblöð eru á einu máli. 14. nóvember 2015 10:12 Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Tónlistarhúsið Harpa í Reykjavík verður lýst upp í frönsku fánalitunum næstu daga. Er þetta gert af samstöðu við frönsku þjóðina í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París sem drógu í það minnsta 128 til dauða í gærkvöldi.Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Halldór Guðmundsson, forstóri Hörpu, segir að Reykvíkingar og aðrir gestir borgarinnar geti horft á upplýsta Hörpu innan nokkurra klukkustunda. „Þetta er smá tæknimaus því við erum ekki að varpa ljósi á Hörpu heldur nýta hjúpinn til að kalla fram litina. Þetta er því aðeins flóknara en vonandi tekst þetta á næstu klukkutímum,“ segir Halldór. Yfirleitt tekur slík ljósaforritun nokkra daga en Halldór segir að tæknimenn Hörpu séu orðnir „töluvert færir“ og því ættu þeir að geta komið þessu í kring í dag. „Þeir munu ekki tvínóna við þetta enda ekkert tilefni til,“ segir Halldór. Harpa skipar sér þannig í sveit með fjölmörgum kennileitum um allan heim sem hafa verið böðuð frönsku fánalitunum síðastliðinn sólarhring.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 „Frelsi er óttanum yfirsterkara“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var bersýnilega í geðshræringu þegar hún ávarpaði þýsku þjóðina í morgun. 14. nóvember 2015 09:38 Samúðarkveðja forseta Íslands: Árás á siðmenningu okkar tíma Forseti Íslands hefur í dag sent forseta Frakklands François Hollande samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna hinnar hræðilegu hryðjuverkaárásar í París. 14. nóvember 2015 10:38 Horreur: Forsíður frönsku blaðanna Frönsk dagblöð eru á einu máli. 14. nóvember 2015 10:12 Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49
„Frelsi er óttanum yfirsterkara“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var bersýnilega í geðshræringu þegar hún ávarpaði þýsku þjóðina í morgun. 14. nóvember 2015 09:38
Samúðarkveðja forseta Íslands: Árás á siðmenningu okkar tíma Forseti Íslands hefur í dag sent forseta Frakklands François Hollande samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna hinnar hræðilegu hryðjuverkaárásar í París. 14. nóvember 2015 10:38
Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21