Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Háskólanemar eru langþreyttir á truflun sem ítrekaðar verkfallsaðgerðir hafa á nám þeirra. vísir/Ernir „Það er kominn gangur í þessar viðræður núna og þar held ég nú að atkvæðagreiðslan [um verkfallsaðgerðir] hafi hjálpað til,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, um yfirstandandi kjaraviðræður félagsins og Félags háskólakennara við ríkið. Fundað var í vikunni og boðað til nýs fundar í deilunni á mánudag. Prófessorafélagið boðaði undir lok október undirbúning aðgerða í desember. Í vikunni var svo samþykkt með 85 prósentum atkvæða verkfall 2. til 18. desember náist ekki samningar. „En núna er sem betur fer komin töluverð hreyfing á málin,“ segir Rúnar og segir samninganefndina alltaf leyfa sér að vera vongóða um að saman náist. Fundurinn á mánudag sé hins vegar mjög mikilvægur og ráði töluverðu um framhaldið.Rúnar Vilhjálmsson formaður Félags prófessora við ríkisháskóla„Það vill enginn stefna háskólastarfinu í upplausn eins og ef verst færi. Það myndum við síst vilja.“ Hins vegar hafi verið „ótrúlegur dráttur og tregða“ í viðræðunum. Félögin hafi fallist á að bíða bæði eftir niðurstöðu í deilu BHM og hjúkrunarfræðinga sem endaði með gerðardómi og svo eftir niðurstöðu SALEK-hópsins. Þó hafi viðræður lítið þokast áfram þegar þau mál lágu fyrir, þrátt fyrir að gefið hafi verið í skyn að samningar yrðu greiðari þegar þau mál leystust. „En ég leyfi mér að vera bjartsýnn og trúi ekki öðru en að ríkið vilji koma til móts við sanngjarnar kröfur félagsins,“ segir Rúnar, en það vilji verja kaupmátt prófessora. „Og það má ekki gerast að þeir dragist aftur úr öðrum á vinnumarkaði.“ Þar fyrir utan þurfi að horfa á málið í alþjóðlegu samhengi því um sé að ræða hóp sem geti fengið vinnu um allan heim. „Og lætur auðvitað ekki bjóða sér hvað sem er hér heima.“ Verkfall 2016 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
„Það er kominn gangur í þessar viðræður núna og þar held ég nú að atkvæðagreiðslan [um verkfallsaðgerðir] hafi hjálpað til,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, um yfirstandandi kjaraviðræður félagsins og Félags háskólakennara við ríkið. Fundað var í vikunni og boðað til nýs fundar í deilunni á mánudag. Prófessorafélagið boðaði undir lok október undirbúning aðgerða í desember. Í vikunni var svo samþykkt með 85 prósentum atkvæða verkfall 2. til 18. desember náist ekki samningar. „En núna er sem betur fer komin töluverð hreyfing á málin,“ segir Rúnar og segir samninganefndina alltaf leyfa sér að vera vongóða um að saman náist. Fundurinn á mánudag sé hins vegar mjög mikilvægur og ráði töluverðu um framhaldið.Rúnar Vilhjálmsson formaður Félags prófessora við ríkisháskóla„Það vill enginn stefna háskólastarfinu í upplausn eins og ef verst færi. Það myndum við síst vilja.“ Hins vegar hafi verið „ótrúlegur dráttur og tregða“ í viðræðunum. Félögin hafi fallist á að bíða bæði eftir niðurstöðu í deilu BHM og hjúkrunarfræðinga sem endaði með gerðardómi og svo eftir niðurstöðu SALEK-hópsins. Þó hafi viðræður lítið þokast áfram þegar þau mál lágu fyrir, þrátt fyrir að gefið hafi verið í skyn að samningar yrðu greiðari þegar þau mál leystust. „En ég leyfi mér að vera bjartsýnn og trúi ekki öðru en að ríkið vilji koma til móts við sanngjarnar kröfur félagsins,“ segir Rúnar, en það vilji verja kaupmátt prófessora. „Og það má ekki gerast að þeir dragist aftur úr öðrum á vinnumarkaði.“ Þar fyrir utan þurfi að horfa á málið í alþjóðlegu samhengi því um sé að ræða hóp sem geti fengið vinnu um allan heim. „Og lætur auðvitað ekki bjóða sér hvað sem er hér heima.“
Verkfall 2016 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira