FH-ingar voru miklu sterkari aðilinn og hreinlega niðurlægðu Íslandsmeistarana sem sáu aldrei til sólar.
Atli Viðar Björnsson kom FH á bragðið á 11. mínútu með sínu fimmta marki í síðustu fjórum leikjum.
Tólf mínútum síðar skallaði Bjarni Þór Viðarsson aukaspyrnu Böðvars Böðvarssonar í markið og staða Hafnfirðinga vænleg.
Staðan var 2-0 í hálfleik en strax eftir fjögurra mínútna leik í seinni hálfleik skoraði Atli Guðnason þriðja mark FH.
Það var svo Emil Pálsson sem átti lokaorðið þegar hann skoraði fjórða markið eftir fyrirgjöf Atla Guðnasonar.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.