Hrefnu á grunnslóð fækkar mikið Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Á Hvalasafninu í Reykjavík er að finna eftirmyndir í raunstærð af hvölum þeim sem er að finna í hafinu við Ísland. vísir/vilhelm Ný hvalatalning Hafrannsóknastofnunar (Hafró) leiðir í ljós að talsverðar breytingar hafi orðið í fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tuttugu ár. Fram kemur á vef Hafró í gær að 10. ágúst hafi lokið víðtækum hvalatalningum, sem fram fóru í samstarfi við nágrannaþjóðir við Norður-Atlantshaf. Skipulagning talninganna er á vettvangi Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins, NAMMCO. „Talningum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga er nú lokið, en grænlenska hluta talninganna lýkur ekki fyrr en í september,“ segir þar, en talningarsvæðið nær í heild yfir svæðið frá Vestur-Grænlandi í vestri, um Ísland og til Noregs í austri. Talningin nái þannig yfir meginhluta sumarútbreiðslusvæðis helstu stórhvalastofna í Mið- og Norðaustur-Atlantshafi.Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson töldu hvali í sumar.vísir/gva„Talningar sem þessar fóru fyrst fram árið 1987 og voru síðan endurteknar árin 1989, 1995, 2001 og 2007,“ segir í umfjöllun Hafró. Meðal breytinga á fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tvo áratugi er að langreyði hefur fjölgað talsvert, sérstaklega vestur af landinu. „Á grunnslóð hefur hrefnu hins vegar fækkað mikið síðan 2001, en mikil fjölgun hefur orðið í stofni hnúfubaks við landið undanfarna áratugi.“ Auk þess að vera megingrundvöllur ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um ástand, veiðiþol og verndun hvalastofna við landið, eru talningarnar sagðar mikilvægur hluti vöktunar á vistkerfi hafsins. Alls tóku þátt í talningunni fjögur skip og þrjár flugvélar, þar af tvö skip og ein flugvél af Íslands hálfu. Fram kemur að veður hafi að hluta til verið óhagstætt við talninguna, sér í lagi við flugtalningu sem fram fór frá 20. júní til 19. júlí. Þá segir Hafró að fyrir dyrum standi umfangsmikil úrvinnsla gagna úr leiðangri þátttökuþjóðanna. „Munu endanlegar niðurstöður talninganna liggja fyrir í vetur, en þær verða lagðar fyrir vísindanefndir Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO).“ Fréttir af flugi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Ný hvalatalning Hafrannsóknastofnunar (Hafró) leiðir í ljós að talsverðar breytingar hafi orðið í fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tuttugu ár. Fram kemur á vef Hafró í gær að 10. ágúst hafi lokið víðtækum hvalatalningum, sem fram fóru í samstarfi við nágrannaþjóðir við Norður-Atlantshaf. Skipulagning talninganna er á vettvangi Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins, NAMMCO. „Talningum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga er nú lokið, en grænlenska hluta talninganna lýkur ekki fyrr en í september,“ segir þar, en talningarsvæðið nær í heild yfir svæðið frá Vestur-Grænlandi í vestri, um Ísland og til Noregs í austri. Talningin nái þannig yfir meginhluta sumarútbreiðslusvæðis helstu stórhvalastofna í Mið- og Norðaustur-Atlantshafi.Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson töldu hvali í sumar.vísir/gva„Talningar sem þessar fóru fyrst fram árið 1987 og voru síðan endurteknar árin 1989, 1995, 2001 og 2007,“ segir í umfjöllun Hafró. Meðal breytinga á fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tvo áratugi er að langreyði hefur fjölgað talsvert, sérstaklega vestur af landinu. „Á grunnslóð hefur hrefnu hins vegar fækkað mikið síðan 2001, en mikil fjölgun hefur orðið í stofni hnúfubaks við landið undanfarna áratugi.“ Auk þess að vera megingrundvöllur ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um ástand, veiðiþol og verndun hvalastofna við landið, eru talningarnar sagðar mikilvægur hluti vöktunar á vistkerfi hafsins. Alls tóku þátt í talningunni fjögur skip og þrjár flugvélar, þar af tvö skip og ein flugvél af Íslands hálfu. Fram kemur að veður hafi að hluta til verið óhagstætt við talninguna, sér í lagi við flugtalningu sem fram fór frá 20. júní til 19. júlí. Þá segir Hafró að fyrir dyrum standi umfangsmikil úrvinnsla gagna úr leiðangri þátttökuþjóðanna. „Munu endanlegar niðurstöður talninganna liggja fyrir í vetur, en þær verða lagðar fyrir vísindanefndir Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO).“
Fréttir af flugi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira