Lífið

Þessi sjá um Skaupið í ár

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kristófer Dignus leikstýrir Ármótaskaupinu í ár.
Kristófer Dignus leikstýrir Ármótaskaupinu í ár. vísir/stefán
Kristófer Dignus mun leikstýra Áramótaskaupinu 2015 en hann var einnig í leikstjórastólnum árið 2013.

Handritshöfundar verða þau Guðjón Davíð Karlsson, leikari, Katla Margrét Þorsteinsdóttir, leikkona, Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans og grínistinn Steinþór Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr.

Þá verður jafnframt skipað nokkurs konar grínfagráð karla og kvenna úr skemmtana-og grínbransanum sem verður handritshöfundum til aðstoðar. Á vef RÚV kemur fram að þetta sé í fyrsta sinn sem grínráð sé skipað.

Í samtali við RÚV segir Kristófer að það sé af nógu að taka enda hafi mikið verið í gangi í þjóðfélaginu og því mikið grín sem þarf að tækla vel. Höfundarnir vilja þó ekki særa neinn en á sama tíma ekki hlífa neinum.

„Við viljum ýta á rétta takka en ekki skilja eftir marbletti.“


Tengdar fréttir

Kynjaskekkja í Skaupinu

Tvöfalt fleiri karlhlutverk en kvenhlutverk voru í Áramótaskaupinu.

Segir konur einfaldlega ekki fyndnar

Enn er deilt um ágæti Skaupsins. Framsóknarkonur í borgarstjórn bjóða fram krafta sína í næsta áramótaskaup.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×