Lífið

Vilja að Tom Selleck hætti að stela vatni

Birgir Olgeirsson skrifar
Tom Selleck.
Tom Selleck. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Tom Selleck er sakaður um að hafa stolið vatni fyrir búgarð sinn í Kaliforníu. Yfirvöld í Ventura-sýslu saka Selleck um að hafa látið fylla tankbíl oftar en tíu sinnum á síðastliðnum tveimur árum en vatnið var fengið úr almennings vatnshana í bænum Thousand Oaks Var vatninu síðan ekið að búgarði leikarans í Westlake þar sem hann ræktar lárperur.

Yfirvöld í Ventury-sýslu fara nú fram á úrskurð dómara þess efnis að Selleck verði bannað að taka vatn á þessum stað. Þessar fregnir berast eftir að sveitarfélögum í Kaliforníuríki Bandaríkjanna var skipað að minnka vatnsneyslu um 25 prósent vegna mikilla þurrka sem hafa skaðað landbúnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×