Erlent

Fáni Suðurríkjanna verður fjarlægður

Samúel Karl Ólason skrifar
Fáni Suðurríkjanna við þinghúsið í Columbia.
Fáni Suðurríkjanna við þinghúsið í Columbia. Vísie/EPA
Þingmenn í Suður-Karólínu hafa kosið að fjarlæga fána Suðurríkjanna af lóð þinghúss ríkisins og frá öllum opinberum byggingum. Umræða um fánann tók 13 klukkustundir og fór kosningin 94-20. Tilefni þessa er árás Dylann Roof á kirkju svartra þar sem hann myrti níu manns í síðasta mánuði.

Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu, hefur heitið því að skrifa undir lögin eins fljótt og auðið er. Eftir það verður mögulegt að taka fánann niður.

„Þetta er nýr dagur fyrir Suður-Karólínu, dagur sem við getum verið stolt af og sem mun færa okkur nær hvort öðru,“ sagði ríkisstjórinn í tilkynningu.

Fáni Suðurríkjanna var dreginn aftur að húni í Columbia, höfuðborg Suður-Karólínu, fyrir rúmum 50 árum. Það var gert til þess að mótmæla mannréttindahreyfingu svartra í Bandaríkjunum samkvæmt Sky News.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×