Erlent

UNICEF kallar eftir aðgerðum vegna þurrka í Norður-Kóreu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Óttast er að uppskerubrestur verði í landinu með tilheyrandi hungursneyð.
Óttast er að uppskerubrestur verði í landinu með tilheyrandi hungursneyð. Vísir/AFP
Miklir þurrkar í Norður Kóreu stefna lífum fjölda barna í hættu, verði ekki gripið til aðgerða tafarlaust. Þetta segir  Daniel  Toole , umdæmisstjóri  UNICEF  í austur Asíu.

Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu segir að þurrkarnir séu þeir verstu í 100 ár en óttast er að uppskerubrestur verði í landinu með tilheyrandi 
hungursneyð

Toole  segir að skortur á rigningarvatni dragi úr aðgangi að hreinu vatni og dragi úr hreinlæti, sem stofni lífi barna í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×