Íslensk leigubílastöð tekur forrit svipað Uber í notkun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2015 07:00 Ólíkt Uber munu eingöngu leyfisskyldir ökumenn aka fyrir Taxi Service. vísirgva „Stöðvargjöld eru töluvert lægri hjá okkur en hjá Hreyfli og Bifreiðastöð Reykjavíkur og munum við því bjóða upp á ódýrari þjónustu,“ segir Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar Taxi Service ehf., um nýja þjónustu á leigubílamarkaði á Íslandi. Um er að ræða nýtt snjallforrit eða app sem svipar til leigubílaþjónustu nýsköpunarfyrirtækisins Uber. „Það er allt að verða klárt og við hefjum starfsemi á næstu dögum,“ segir Daði. Í vikunni greindi Fréttablaðið frá því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi auka frelsi á leigubílamarkaði. Hún er hrifin af leigubílaþjónustu Uber. Samkvæmt Samgöngustofu hefur engin beiðni borist frá Uber um að hefja þjónustu hér á landi, en fyrirtækið tilkynnti í byrjun árs að nægilega margar undirskriftir hefðu safnast til þess að fyrirtækið myndi hefja starfsemi hér á landi.Snjallforrit TaxiserviceAð sögn Daða hefur Taxi Service unnið í forritinu í samstarfi við Drivr, danskt hugbúnaðarfyrirtæki. Búnaðurinn býður upp á alla þá þætti sem Uber-hugbúnaðurinn inniheldur, meðal annars leiðarkort sem sýnir strax staðsetningu leigubílsins og hvenær hans er að vænta. Þá birtist nafn og mynd af bílstjóranum, sem samþykkt hefur pöntunina, á símanum, auk þess sem áætlaður kostnaður er gefinn upp. Í lok ferðar greiðir notandinn fyrir ferðina með símanum sínum og gefur bílstjóranum einkunn, allt eftir ánægju með þjónustuna. „Það sem gerir Taxi Service ódýrara eru lág stöðvargjöld. Einnig sér forritið um pantanir og þannig spörum við í starfsmannahaldi,“ segir Daði. skjáskot af appinumynd/daði„Ólíkt Uber, þar sem hver og einn getur boðið fram þjónustu sína án trygginga fyrir farþegann, mun Taxi Service eingöngu hafa ökumenn með leyfi. Að auki vinna allir ökumenn eftir siðareglum sem fyrirtækið hefur sett sér í þágu neytenda,“ segir Daði og bætir við að starfsemin uppfylli öll skilyrði laga. „Fylgst verður með gæðum þjónustunnar sem ekki hefur verið hægt að gera áður hér á landi. Ef bílstjórinn fær ekki góða einkunn fæ ég allar upplýsingar um það beint til mín. Ef það kemur fyrir í nokkur skipti verður samstarfi við hann hætt.“ Sæmundur Kristján Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segist ekki hafa áhyggjur af samkeppni. „Við sitjum nú ekki auðum höndum hér og það kemur út app frá okkur á næstunni. Appið er mjög flott og þú sérð staðsetningu leigubílsins sem er á leiðinni til þín,“ segir Sæmundur og bætir að hann skilji þó ekki hvers vegna innanríkisráðherra vilji gera leigubílamarkaðinn frjálsari. „Í dag eru engar breyttar forsendur sem gefa tilefni til að slaka á reglunum. Þessi fagstétt er að standa sig mjög vel og því er engin ástæða til þess að fara að breyta núverandi kerfi sem er í alla staði til fyrirmyndar.“ Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
„Stöðvargjöld eru töluvert lægri hjá okkur en hjá Hreyfli og Bifreiðastöð Reykjavíkur og munum við því bjóða upp á ódýrari þjónustu,“ segir Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar Taxi Service ehf., um nýja þjónustu á leigubílamarkaði á Íslandi. Um er að ræða nýtt snjallforrit eða app sem svipar til leigubílaþjónustu nýsköpunarfyrirtækisins Uber. „Það er allt að verða klárt og við hefjum starfsemi á næstu dögum,“ segir Daði. Í vikunni greindi Fréttablaðið frá því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi auka frelsi á leigubílamarkaði. Hún er hrifin af leigubílaþjónustu Uber. Samkvæmt Samgöngustofu hefur engin beiðni borist frá Uber um að hefja þjónustu hér á landi, en fyrirtækið tilkynnti í byrjun árs að nægilega margar undirskriftir hefðu safnast til þess að fyrirtækið myndi hefja starfsemi hér á landi.Snjallforrit TaxiserviceAð sögn Daða hefur Taxi Service unnið í forritinu í samstarfi við Drivr, danskt hugbúnaðarfyrirtæki. Búnaðurinn býður upp á alla þá þætti sem Uber-hugbúnaðurinn inniheldur, meðal annars leiðarkort sem sýnir strax staðsetningu leigubílsins og hvenær hans er að vænta. Þá birtist nafn og mynd af bílstjóranum, sem samþykkt hefur pöntunina, á símanum, auk þess sem áætlaður kostnaður er gefinn upp. Í lok ferðar greiðir notandinn fyrir ferðina með símanum sínum og gefur bílstjóranum einkunn, allt eftir ánægju með þjónustuna. „Það sem gerir Taxi Service ódýrara eru lág stöðvargjöld. Einnig sér forritið um pantanir og þannig spörum við í starfsmannahaldi,“ segir Daði. skjáskot af appinumynd/daði„Ólíkt Uber, þar sem hver og einn getur boðið fram þjónustu sína án trygginga fyrir farþegann, mun Taxi Service eingöngu hafa ökumenn með leyfi. Að auki vinna allir ökumenn eftir siðareglum sem fyrirtækið hefur sett sér í þágu neytenda,“ segir Daði og bætir við að starfsemin uppfylli öll skilyrði laga. „Fylgst verður með gæðum þjónustunnar sem ekki hefur verið hægt að gera áður hér á landi. Ef bílstjórinn fær ekki góða einkunn fæ ég allar upplýsingar um það beint til mín. Ef það kemur fyrir í nokkur skipti verður samstarfi við hann hætt.“ Sæmundur Kristján Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segist ekki hafa áhyggjur af samkeppni. „Við sitjum nú ekki auðum höndum hér og það kemur út app frá okkur á næstunni. Appið er mjög flott og þú sérð staðsetningu leigubílsins sem er á leiðinni til þín,“ segir Sæmundur og bætir að hann skilji þó ekki hvers vegna innanríkisráðherra vilji gera leigubílamarkaðinn frjálsari. „Í dag eru engar breyttar forsendur sem gefa tilefni til að slaka á reglunum. Þessi fagstétt er að standa sig mjög vel og því er engin ástæða til þess að fara að breyta núverandi kerfi sem er í alla staði til fyrirmyndar.“
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“