Dularfullar dúkkur Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 2. nóvember 2015 09:30 Dúkka Höfundur: Gerður Kristný Myndskreyting: Linda Ólafsdóttir Mál og menning Prentun: Oddi 97 bls. Gerður Kristný hefur sent frá sér hrollvekjuna Dúkka, fyrir börn frá átta ára aldri. Hún er fljótlesin, enda bæði stutt og spennandi. Sagan segir frá hinni tíu ára Kristínu Kötlu sem eyðir afmælispeningum sínum í dúkku af ákveðinni gerð sem allar stelpur eru með æði fyrir. Þessar dúkkur ganga fyrir sérstökum rafhlöðum og þeir sem kaupa dúkku geta skráð sig á heimasíðu fyrirtækisins og fengið orðsendingar sendar reglulega í pósti. Vinkona Kristínar Kötlu, hún Sólveig, fékk svoleiðis dúkku fyrir ári síðan, langt á undan öllum hinum stelpunum – en nú, í kringum hrekkjavöku, er eins og eitthvað dularfullt sé að koma í ljós. Sólveig er afar utan við sig og Kristín Katla og tvíburabróðir hennar, Pétur Uni, fyllast áhyggjum. Sjálf fyllist Kristín Katla auk þess ólýsanlegri væntumþykju til dúkkunnar sinnar. Samfara þessum hörmungum syrgja systkinin einnig föður sinn, sem lést nokkrum mánuðum fyrr. Ferlið hefur verið erfitt og mamma er alls ekki sjálfri sér lík. Höfundur segir fallega frá því hvernig fjölskyldan finnur smám saman taktinn aftur og hjálpast að í sorginni. Myndlýsingar Lindu Ólafsdóttur eru frábærar, hið eina sem út á þær má setja er að myndirnar hefðu mátt vera fleiri. Hún leggur natni í smáatriðin og myndbygging fer vel á síðunum. Bókin er virkilega falleg og það er hægt að verja góðum stundum í að dást að henni. Eflaust má lesa í söguna boðskap og vangaveltur um fyrirmyndir ungra stúlkna, hjarðhegðun, mikilvægi þess að gleyma ekki sjálfum sér og leggja rækt við það sem manni er kærast ... en eins og almennilegum barnabókum er lagið er hann ágætlega falinn. Dúkka er fyrst og fremst æsispennandi saga fyrir unga krakka, höfundur dreifir vísbendingum jafnt yfir kaflana svo lesandinn sökkvir sér í söguþráðinn. Málfar og orðaval er einfalt, þótt einstaka langlokur læðist inn á milli, og letur auðlæsilegt svo ungir lesendur ættu að geta tekið bókina upp í rúm með sér á kvöldin – þótt það sé kannski ekki ráðlegt nú þegar myrkva tekur fyrir háttatíma!Niðurstaða: Hrollvekjandi bók fyrir yngstu spennufíklana, sem líka fjallar um vináttuna, falleg fjölskyldubönd og það að læra að lifa með sorginni. Bókmenntir Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Dúkka Höfundur: Gerður Kristný Myndskreyting: Linda Ólafsdóttir Mál og menning Prentun: Oddi 97 bls. Gerður Kristný hefur sent frá sér hrollvekjuna Dúkka, fyrir börn frá átta ára aldri. Hún er fljótlesin, enda bæði stutt og spennandi. Sagan segir frá hinni tíu ára Kristínu Kötlu sem eyðir afmælispeningum sínum í dúkku af ákveðinni gerð sem allar stelpur eru með æði fyrir. Þessar dúkkur ganga fyrir sérstökum rafhlöðum og þeir sem kaupa dúkku geta skráð sig á heimasíðu fyrirtækisins og fengið orðsendingar sendar reglulega í pósti. Vinkona Kristínar Kötlu, hún Sólveig, fékk svoleiðis dúkku fyrir ári síðan, langt á undan öllum hinum stelpunum – en nú, í kringum hrekkjavöku, er eins og eitthvað dularfullt sé að koma í ljós. Sólveig er afar utan við sig og Kristín Katla og tvíburabróðir hennar, Pétur Uni, fyllast áhyggjum. Sjálf fyllist Kristín Katla auk þess ólýsanlegri væntumþykju til dúkkunnar sinnar. Samfara þessum hörmungum syrgja systkinin einnig föður sinn, sem lést nokkrum mánuðum fyrr. Ferlið hefur verið erfitt og mamma er alls ekki sjálfri sér lík. Höfundur segir fallega frá því hvernig fjölskyldan finnur smám saman taktinn aftur og hjálpast að í sorginni. Myndlýsingar Lindu Ólafsdóttur eru frábærar, hið eina sem út á þær má setja er að myndirnar hefðu mátt vera fleiri. Hún leggur natni í smáatriðin og myndbygging fer vel á síðunum. Bókin er virkilega falleg og það er hægt að verja góðum stundum í að dást að henni. Eflaust má lesa í söguna boðskap og vangaveltur um fyrirmyndir ungra stúlkna, hjarðhegðun, mikilvægi þess að gleyma ekki sjálfum sér og leggja rækt við það sem manni er kærast ... en eins og almennilegum barnabókum er lagið er hann ágætlega falinn. Dúkka er fyrst og fremst æsispennandi saga fyrir unga krakka, höfundur dreifir vísbendingum jafnt yfir kaflana svo lesandinn sökkvir sér í söguþráðinn. Málfar og orðaval er einfalt, þótt einstaka langlokur læðist inn á milli, og letur auðlæsilegt svo ungir lesendur ættu að geta tekið bókina upp í rúm með sér á kvöldin – þótt það sé kannski ekki ráðlegt nú þegar myrkva tekur fyrir háttatíma!Niðurstaða: Hrollvekjandi bók fyrir yngstu spennufíklana, sem líka fjallar um vináttuna, falleg fjölskyldubönd og það að læra að lifa með sorginni.
Bókmenntir Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira