Viðskipti innlent

Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu

Birgir Olgeirsson skrifar
Ákvörðunin um frestun arðgreiðslu var tekin á aðalfundi Síldarvinnslunnar fyrr í dag.
Ákvörðunin um frestun arðgreiðslu var tekin á aðalfundi Síldarvinnslunnar fyrr í dag. Vísir/Stefán
Síldarvinnslan ehf. hefur tekið þá ákvörðun að fresta arðgreiðslum úr fyrirtækinu vegna óvissu. Þessi ákvörðun var tekin á aðalfundi fyrirtækisins sem var haldinn í Hótel Egilsbúð, Neskaupstað, fyrr í dag.

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.Vísir
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, staðfesti þetta í samtali við Vísi en vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Von er á fréttatilkynningu frá fyrirtækinu þar sem greint er frá þessari ákvörðun.

Á ársfundi Síldarvinnslunnar í fyrra var samþykkt að greiða tvo milljarða í arð en hagnaður vinnslunnar fyrir árið 2013 nam 5,6 milljörðum króna.

Útgerðarmenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna innflutningsbann sem Rússar hafa sett á íslensk matvæli en sagt var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að Íslendingar fluttu út vörur til Rússlands í fyrra fyrir rúmlega 29 milljarða króna. Stærstur hluti upphæðinnar er uppsjávarfiskur eins og makríll og loðna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×