Tiger reynir að lengja keppnistímabilið sitt um helgina Kári Örn Hinriksson skrifar 19. ágúst 2015 08:00 Tiger gæti verið á leiðinni í frí. Getty Tiger Woods mun vera meðal þátttakenda á Wyndham meistaramótinu um helgina en mótið er það síðasta á venjulegri dagskrá PGA-mótaraðarinnar á tímabilinu. Hann hefur aldrei spilað í mótinu áður en það gerir hann nú til þess að reyna að klifra upp stigalista mótaraðarinnar og komast inn í FedEx-úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. Aðeins 125 efstu kylfingarnir á stigalista PGA-mótaraðarinnar komast inn í úrslitakeppnina en Tiger er í 187. sæti eins og stendur mjög misjafnt gengi á árinu. Hann þarf því annaðhvort að sigra eða enda í öðru sæti um helgina til þess tryggja sig inn í næsta mót en takist honum það ekki er þessi fyrrum besti kylfingur heims kominn í frí frá keppnisgolfi þangað til í október þegar að PGA-mótaröðin hefst á ný. Það verður áhugavert að fylgjast með hvort að Tiger nái að rétta úr kútnum og halda tímabilinu sínu gangandi en hann hefur misst af niðurskurðinum í fimm mótum í ár, síðast á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi. Wyndham meistaramótið er leikið á Greensboro vellinum í Norður-Karólínufylki en mótið er það sama og Ólafur Björn Loftsson vann sér þátttökurétt í árið 2011. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods mun vera meðal þátttakenda á Wyndham meistaramótinu um helgina en mótið er það síðasta á venjulegri dagskrá PGA-mótaraðarinnar á tímabilinu. Hann hefur aldrei spilað í mótinu áður en það gerir hann nú til þess að reyna að klifra upp stigalista mótaraðarinnar og komast inn í FedEx-úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. Aðeins 125 efstu kylfingarnir á stigalista PGA-mótaraðarinnar komast inn í úrslitakeppnina en Tiger er í 187. sæti eins og stendur mjög misjafnt gengi á árinu. Hann þarf því annaðhvort að sigra eða enda í öðru sæti um helgina til þess tryggja sig inn í næsta mót en takist honum það ekki er þessi fyrrum besti kylfingur heims kominn í frí frá keppnisgolfi þangað til í október þegar að PGA-mótaröðin hefst á ný. Það verður áhugavert að fylgjast með hvort að Tiger nái að rétta úr kútnum og halda tímabilinu sínu gangandi en hann hefur misst af niðurskurðinum í fimm mótum í ár, síðast á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi. Wyndham meistaramótið er leikið á Greensboro vellinum í Norður-Karólínufylki en mótið er það sama og Ólafur Björn Loftsson vann sér þátttökurétt í árið 2011.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira