Aukinn áhugi sjálfboðaliða á Íslandi ingvar haraldsson skrifar 19. ágúst 2015 09:30 Sjálfboðaliðar Seeds hreinsa brak og rusl við fjöruborðið í Patreksfirði. mynd/seeds „Það er gríðarleg eftirspurn. Við þurfum því miður að hafna mörgum sem vilja koma til Íslands en við finnum ekki verkefni fyrir þau,“ segir Oscar Uscategui, framkvæmdastjóri íslensku sjálfboðaliðasamtakanna Seeds, um aukinn áhuga á sjálfboðaliðastarfi hér á landi. „Bara á þessu ári höfum við þurft að hafna 400 umsóknum,“ segir Oscar. Árlega komi á milli 1.200 og 1.400 sjálfboðaliðar til landsins til að vinna í sjálfboðastarfi á vegum Seeds sem séu þau samtök sem taki á móti flestum sjálfboðaliðum. Oscar segir helsta flöskuhálsinn á vexti samtakanna að ekki hafi tekist að finna næg verkefni fyrir alla sem hafa áhuga á að koma til landsins. „Ísland er lítið land og því hefur okkur ekki tekist að finna verkefni fyrir alla,“ segir hann.Sjálfboðaliðar Seeds leggja göngustíg á Hornströndum.mynd/seedsOscar segir aukinn áhuga á sjálfboðastarfi nátengdan auknum áhuga á Íslandi sem áfangastað. Bankahrunið og gosið í Eyjafjallajökli hafi komið Íslandi í heimsfréttirnar. Þá hafi auglýsingaherferðir á borð við Inspired by Iceland og aukinn fjöldi lággjaldaflugfélaga sem bjóði ferðir til Íslands bæði aukið áhuga á Íslandi og gert landið aðgengilegra fyrir ungt fólk. „Þetta er önnur tegund af ferðamennsku. Sjálfboðaliðarnir vilja sjá aðra hlið á Íslandi,“ segir Oscar.Oscar Uscategui, framkvædastjóri Seeds segir áhuga á Íslandi hafa aukist.Flestir sjálfboðaliðanna eru háskólanemar á þrítugsaldri sem koma til Íslands í sumarfríi að sögn Oscars. Algengt sé að sjálfboðaliðarnir vinni í tvær vikur og haldi svo áfram á ferðalögum um landið. Þá séu einhverjir sem vinni 4 til 12 mánuði í sjálfboðavinnu. Oscar segir 140 hópa hafa verið að störfum á vegum Seeds víðs vegar um Ísland. Verkefnin séu afar fjölbreytt. Þeir hafi unnið við skógrækt, hreinsun strandlengjunnar, við lagningu göngustíga og fleiri umhverfistengd verkefni. Þá hafi sjálfboðaliðar unnið á bæjarhátíðum og íþróttamótum á borð við Rey Cup. Öllum hópum fylgi hópstjóri frá Seeds. Oscar segir sjálfboðaliðana koma frá um 60 mismunandi löndum, flestir komi frá Evrópu en einnig stórir hópar frá Bandaríkjunum, Kanada og Austur-Asíu. Oscar segir Seeds vera frjáls félagasamtök sem ekki séu rekin í hagnaðarskyni. Samtökin fái engar tekjur af verkefnunum sem þau bjóði upp á en sjálfboðaliðarnir greiði þátttökugjald, sem sé frá 80 evrum eða tæplega 12 þúsund krónum. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
„Það er gríðarleg eftirspurn. Við þurfum því miður að hafna mörgum sem vilja koma til Íslands en við finnum ekki verkefni fyrir þau,“ segir Oscar Uscategui, framkvæmdastjóri íslensku sjálfboðaliðasamtakanna Seeds, um aukinn áhuga á sjálfboðaliðastarfi hér á landi. „Bara á þessu ári höfum við þurft að hafna 400 umsóknum,“ segir Oscar. Árlega komi á milli 1.200 og 1.400 sjálfboðaliðar til landsins til að vinna í sjálfboðastarfi á vegum Seeds sem séu þau samtök sem taki á móti flestum sjálfboðaliðum. Oscar segir helsta flöskuhálsinn á vexti samtakanna að ekki hafi tekist að finna næg verkefni fyrir alla sem hafa áhuga á að koma til landsins. „Ísland er lítið land og því hefur okkur ekki tekist að finna verkefni fyrir alla,“ segir hann.Sjálfboðaliðar Seeds leggja göngustíg á Hornströndum.mynd/seedsOscar segir aukinn áhuga á sjálfboðastarfi nátengdan auknum áhuga á Íslandi sem áfangastað. Bankahrunið og gosið í Eyjafjallajökli hafi komið Íslandi í heimsfréttirnar. Þá hafi auglýsingaherferðir á borð við Inspired by Iceland og aukinn fjöldi lággjaldaflugfélaga sem bjóði ferðir til Íslands bæði aukið áhuga á Íslandi og gert landið aðgengilegra fyrir ungt fólk. „Þetta er önnur tegund af ferðamennsku. Sjálfboðaliðarnir vilja sjá aðra hlið á Íslandi,“ segir Oscar.Oscar Uscategui, framkvædastjóri Seeds segir áhuga á Íslandi hafa aukist.Flestir sjálfboðaliðanna eru háskólanemar á þrítugsaldri sem koma til Íslands í sumarfríi að sögn Oscars. Algengt sé að sjálfboðaliðarnir vinni í tvær vikur og haldi svo áfram á ferðalögum um landið. Þá séu einhverjir sem vinni 4 til 12 mánuði í sjálfboðavinnu. Oscar segir 140 hópa hafa verið að störfum á vegum Seeds víðs vegar um Ísland. Verkefnin séu afar fjölbreytt. Þeir hafi unnið við skógrækt, hreinsun strandlengjunnar, við lagningu göngustíga og fleiri umhverfistengd verkefni. Þá hafi sjálfboðaliðar unnið á bæjarhátíðum og íþróttamótum á borð við Rey Cup. Öllum hópum fylgi hópstjóri frá Seeds. Oscar segir sjálfboðaliðana koma frá um 60 mismunandi löndum, flestir komi frá Evrópu en einnig stórir hópar frá Bandaríkjunum, Kanada og Austur-Asíu. Oscar segir Seeds vera frjáls félagasamtök sem ekki séu rekin í hagnaðarskyni. Samtökin fái engar tekjur af verkefnunum sem þau bjóði upp á en sjálfboðaliðarnir greiði þátttökugjald, sem sé frá 80 evrum eða tæplega 12 þúsund krónum.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira