Aukinn áhugi sjálfboðaliða á Íslandi ingvar haraldsson skrifar 19. ágúst 2015 09:30 Sjálfboðaliðar Seeds hreinsa brak og rusl við fjöruborðið í Patreksfirði. mynd/seeds „Það er gríðarleg eftirspurn. Við þurfum því miður að hafna mörgum sem vilja koma til Íslands en við finnum ekki verkefni fyrir þau,“ segir Oscar Uscategui, framkvæmdastjóri íslensku sjálfboðaliðasamtakanna Seeds, um aukinn áhuga á sjálfboðaliðastarfi hér á landi. „Bara á þessu ári höfum við þurft að hafna 400 umsóknum,“ segir Oscar. Árlega komi á milli 1.200 og 1.400 sjálfboðaliðar til landsins til að vinna í sjálfboðastarfi á vegum Seeds sem séu þau samtök sem taki á móti flestum sjálfboðaliðum. Oscar segir helsta flöskuhálsinn á vexti samtakanna að ekki hafi tekist að finna næg verkefni fyrir alla sem hafa áhuga á að koma til landsins. „Ísland er lítið land og því hefur okkur ekki tekist að finna verkefni fyrir alla,“ segir hann.Sjálfboðaliðar Seeds leggja göngustíg á Hornströndum.mynd/seedsOscar segir aukinn áhuga á sjálfboðastarfi nátengdan auknum áhuga á Íslandi sem áfangastað. Bankahrunið og gosið í Eyjafjallajökli hafi komið Íslandi í heimsfréttirnar. Þá hafi auglýsingaherferðir á borð við Inspired by Iceland og aukinn fjöldi lággjaldaflugfélaga sem bjóði ferðir til Íslands bæði aukið áhuga á Íslandi og gert landið aðgengilegra fyrir ungt fólk. „Þetta er önnur tegund af ferðamennsku. Sjálfboðaliðarnir vilja sjá aðra hlið á Íslandi,“ segir Oscar.Oscar Uscategui, framkvædastjóri Seeds segir áhuga á Íslandi hafa aukist.Flestir sjálfboðaliðanna eru háskólanemar á þrítugsaldri sem koma til Íslands í sumarfríi að sögn Oscars. Algengt sé að sjálfboðaliðarnir vinni í tvær vikur og haldi svo áfram á ferðalögum um landið. Þá séu einhverjir sem vinni 4 til 12 mánuði í sjálfboðavinnu. Oscar segir 140 hópa hafa verið að störfum á vegum Seeds víðs vegar um Ísland. Verkefnin séu afar fjölbreytt. Þeir hafi unnið við skógrækt, hreinsun strandlengjunnar, við lagningu göngustíga og fleiri umhverfistengd verkefni. Þá hafi sjálfboðaliðar unnið á bæjarhátíðum og íþróttamótum á borð við Rey Cup. Öllum hópum fylgi hópstjóri frá Seeds. Oscar segir sjálfboðaliðana koma frá um 60 mismunandi löndum, flestir komi frá Evrópu en einnig stórir hópar frá Bandaríkjunum, Kanada og Austur-Asíu. Oscar segir Seeds vera frjáls félagasamtök sem ekki séu rekin í hagnaðarskyni. Samtökin fái engar tekjur af verkefnunum sem þau bjóði upp á en sjálfboðaliðarnir greiði þátttökugjald, sem sé frá 80 evrum eða tæplega 12 þúsund krónum. Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
„Það er gríðarleg eftirspurn. Við þurfum því miður að hafna mörgum sem vilja koma til Íslands en við finnum ekki verkefni fyrir þau,“ segir Oscar Uscategui, framkvæmdastjóri íslensku sjálfboðaliðasamtakanna Seeds, um aukinn áhuga á sjálfboðaliðastarfi hér á landi. „Bara á þessu ári höfum við þurft að hafna 400 umsóknum,“ segir Oscar. Árlega komi á milli 1.200 og 1.400 sjálfboðaliðar til landsins til að vinna í sjálfboðastarfi á vegum Seeds sem séu þau samtök sem taki á móti flestum sjálfboðaliðum. Oscar segir helsta flöskuhálsinn á vexti samtakanna að ekki hafi tekist að finna næg verkefni fyrir alla sem hafa áhuga á að koma til landsins. „Ísland er lítið land og því hefur okkur ekki tekist að finna verkefni fyrir alla,“ segir hann.Sjálfboðaliðar Seeds leggja göngustíg á Hornströndum.mynd/seedsOscar segir aukinn áhuga á sjálfboðastarfi nátengdan auknum áhuga á Íslandi sem áfangastað. Bankahrunið og gosið í Eyjafjallajökli hafi komið Íslandi í heimsfréttirnar. Þá hafi auglýsingaherferðir á borð við Inspired by Iceland og aukinn fjöldi lággjaldaflugfélaga sem bjóði ferðir til Íslands bæði aukið áhuga á Íslandi og gert landið aðgengilegra fyrir ungt fólk. „Þetta er önnur tegund af ferðamennsku. Sjálfboðaliðarnir vilja sjá aðra hlið á Íslandi,“ segir Oscar.Oscar Uscategui, framkvædastjóri Seeds segir áhuga á Íslandi hafa aukist.Flestir sjálfboðaliðanna eru háskólanemar á þrítugsaldri sem koma til Íslands í sumarfríi að sögn Oscars. Algengt sé að sjálfboðaliðarnir vinni í tvær vikur og haldi svo áfram á ferðalögum um landið. Þá séu einhverjir sem vinni 4 til 12 mánuði í sjálfboðavinnu. Oscar segir 140 hópa hafa verið að störfum á vegum Seeds víðs vegar um Ísland. Verkefnin séu afar fjölbreytt. Þeir hafi unnið við skógrækt, hreinsun strandlengjunnar, við lagningu göngustíga og fleiri umhverfistengd verkefni. Þá hafi sjálfboðaliðar unnið á bæjarhátíðum og íþróttamótum á borð við Rey Cup. Öllum hópum fylgi hópstjóri frá Seeds. Oscar segir sjálfboðaliðana koma frá um 60 mismunandi löndum, flestir komi frá Evrópu en einnig stórir hópar frá Bandaríkjunum, Kanada og Austur-Asíu. Oscar segir Seeds vera frjáls félagasamtök sem ekki séu rekin í hagnaðarskyni. Samtökin fái engar tekjur af verkefnunum sem þau bjóði upp á en sjálfboðaliðarnir greiði þátttökugjald, sem sé frá 80 evrum eða tæplega 12 þúsund krónum.
Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira