Róbert Marshall þingmaður skrifar á Facebooksíðu sína færslu þar sem hann furðar sig á ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Vestmannaeyjum þess efnis að neita að upplýsa um kynferðisbrot sem upp komu á Þjóðhátið. Þingmaðurinn, sem er einmitt sjálfur úr Eyjum, telur einkennilegan þankagang ríkjandi í þar sem helgast af einangrun; hver mæli vitleysuna upp í öðrum.

Annars er færsla Róberts svohljóðandi:
„Þegar best lét verptu 20% heimsstofns lunda í Vestmannaeyjum en það er liðin tíð, því miður. Þar er nú í staðinn ein þéttasta byggð Sjálfstæðismanna á byggðu bóli. Þetta er ekki illa meinandi fólk en það hittir fáa andmælendur í sínum heimabæ og ræktar með sér skrítnar skoðanir sem margt fólk uppi á landi verður hissa á að heyra. Nú síðast skilningur lögreglustjórans á upplýstri umræðu um samfélagsmein. Svo verða þeir alltaf jafn hissa og sárir þegar býsnast er yfir skoðunum þeirra.“