Guttinn sem sló kempunum ref fyrir rass Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2015 06:00 Aron yfirvegaður og brosmildur á Nesinu. fréttablaðið/andri „Mér líður alveg frábærlega. Ég átti ekki von á þessu. Kom hingað bara með það markmið að hafa gaman af þessu,“ segir hinn 18 ára gamli Aron Snær Júlíusson sem gerði sér lítið fyrir og vann Einvígið á Nesinu sem var haldið í 19. skipti í gær. Þetta var frumraun Arons á mótinu. Tíu kylfingar hefja leik og einn dettur út á hverri holu. Aron stóðst pressuna á lokaholunni er hann var gegn atvinnumanninum Birgi Leifi Hafþórssyni. Þurfti bráðabana til þess að skera úr um sigurvegara. „Ég var að spila völlinn líka í fyrsta skipti. Auðvitað er geggjað að vinna og skemmtilegt að hafa unnið Bigga í endann. Þetta kom ánægjulega á óvart allt saman,“ segir strákurinn auðmjúkur. Birgir Leifur gerði mjög vel að næla í bráðabana á lokaholunni eftir að hafa slegið út af í upphafshögginu. Þriðja höggið af teig var gull. Beint á pinna og svo eitt pútt. „Ég tók áhættu á síðustu og það gekk ekki. Það var frábært að redda sér samt og seinna upphafshöggið er líklega með þeim betri sem ég hef tekið hér,“ segir Birgir en hann hrósaði stráknum efnilega. „Ég þekki þennan strák og hann er harður keppnismaður.“ Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Mér líður alveg frábærlega. Ég átti ekki von á þessu. Kom hingað bara með það markmið að hafa gaman af þessu,“ segir hinn 18 ára gamli Aron Snær Júlíusson sem gerði sér lítið fyrir og vann Einvígið á Nesinu sem var haldið í 19. skipti í gær. Þetta var frumraun Arons á mótinu. Tíu kylfingar hefja leik og einn dettur út á hverri holu. Aron stóðst pressuna á lokaholunni er hann var gegn atvinnumanninum Birgi Leifi Hafþórssyni. Þurfti bráðabana til þess að skera úr um sigurvegara. „Ég var að spila völlinn líka í fyrsta skipti. Auðvitað er geggjað að vinna og skemmtilegt að hafa unnið Bigga í endann. Þetta kom ánægjulega á óvart allt saman,“ segir strákurinn auðmjúkur. Birgir Leifur gerði mjög vel að næla í bráðabana á lokaholunni eftir að hafa slegið út af í upphafshögginu. Þriðja höggið af teig var gull. Beint á pinna og svo eitt pútt. „Ég tók áhættu á síðustu og það gekk ekki. Það var frábært að redda sér samt og seinna upphafshöggið er líklega með þeim betri sem ég hef tekið hér,“ segir Birgir en hann hrósaði stráknum efnilega. „Ég þekki þennan strák og hann er harður keppnismaður.“
Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira