Innlent

Banaslys í Árnessýslu

Samúel Karl Ólason skrifar
Slysið varð um klukkan fimm í dag. Lögregla, sjúkralið og undanfarahópur björgunarsveitarinnar á Flúðum voru kölluð á vettvang auk þyrlu frá Landhelgisgæslu Íslands.
Slysið varð um klukkan fimm í dag. Lögregla, sjúkralið og undanfarahópur björgunarsveitarinnar á Flúðum voru kölluð á vettvang auk þyrlu frá Landhelgisgæslu Íslands.
Þriggja ára barn lét lífið í dag þegar það varð undir jeppa á bílastæði við sveitabæ í Biskupstungum. Slysið varð um klukkan fimm í dag. Lögregla, sjúkralið og undanfarahópur björgunarsveitarinnar á Flúðum voru kölluð á vettvang auk þyrlu frá Landhelgisgæslu Íslands.

Samkvæmt upplýsingum á vef lögreglunar var barnið flutt með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík, en það var úrskurðað látið þar.

Lögreglan segir ekki unnt að greina nánar frá tildrögum slyssins að svo stöddu. Rannsókn málsins er í höndum rannsóknardeildar Lögreglunar á Suðurlandi, Tæknideildar Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins og Rannsóknarnefndar samgönguslysa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×