Sebastian Buemi vann í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. október 2015 09:09 Sebastian Buemi kom fyrstur í mark í fyrstu Formúlu E keppni tímabilsins. Vísir/getty Sebastian Buemi á Renault E.Dams vann fyrstu keppni Formúlu E tímabilsins sem fór fram í Peking í morgun. Lucas di Grassi varð annar á Abt Schaeffler Audi og Nick Heidfeld á Mahindra varð þriðji. Renault E.Dams náði að koma báðum bílum sínum á fremstu röð ráslínunnar í tímatökunni í morgun. Nicolas Prost var í þriðja sæti þegar hann þurfti að hætta keppni með brotinn afturvæng.Simona de Silvestro á Andretti endaði sinn dag á varnarvegg og tímabundinn 50 km/klst hámarkshraði var settur á brautinni á meðan bíll hennar var fjarlægður. Keppnin var 26 hringir á götum Peking fyrstu þjónustuhléin voru tekin við lok 13. hrings. Jacques Villeneuve á Venturi lenti í samstuði við Antonio Felix da Costa á Aguri bílnum. Costa veifaði afsökunarbeiðni til Villeneuve og hélt áfram en Villeneuve sat eftir, hægra framdekkið hékk af bílnum.Robin Frjins á Andretti var beðinn um að reyna að ná Daniel Abt á Abt Schaeffler Audi bílnum. Svarið var einfalt: „Ég er að vinna í því.“ Prost þurfti að koma inn á þjónustusvæðið með brotinn afturvæng á Renault bílnum. Hann var flaggaður úr keppninni, enda á óöruggum bíl að mati dómara keppninnar.Loic Duval á Dragon bílnum gerði allt sem hann gat til að ná þriðja sætinu af Heidfeld en hann hafði ekki verðlaunasætið af kempunni. „Þetta var góð keppni, mér leiðist ekkert að vinna með smá bil í næsta bíl. Ég hélt ég væri á annarri áætlun en aðrir en svo var ekki. Ég skipti um bíl á saman hring og flestir aðrir,“ sagði Buemi eftir keppnina. Formúla Tengdar fréttir Fyrsti Formúlu E kappaksturinn sýndur beint um næstu helgi | Myndband Alain Prost, Richard Branson og Mario Andretti eiga allir lið í Formúlu E sem er kappaksturskeppni bíla sem notast við rafmagn frekar en hefðbundnara og óvistvænna eldsneyti. 22. október 2015 19:45 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sebastian Buemi á Renault E.Dams vann fyrstu keppni Formúlu E tímabilsins sem fór fram í Peking í morgun. Lucas di Grassi varð annar á Abt Schaeffler Audi og Nick Heidfeld á Mahindra varð þriðji. Renault E.Dams náði að koma báðum bílum sínum á fremstu röð ráslínunnar í tímatökunni í morgun. Nicolas Prost var í þriðja sæti þegar hann þurfti að hætta keppni með brotinn afturvæng.Simona de Silvestro á Andretti endaði sinn dag á varnarvegg og tímabundinn 50 km/klst hámarkshraði var settur á brautinni á meðan bíll hennar var fjarlægður. Keppnin var 26 hringir á götum Peking fyrstu þjónustuhléin voru tekin við lok 13. hrings. Jacques Villeneuve á Venturi lenti í samstuði við Antonio Felix da Costa á Aguri bílnum. Costa veifaði afsökunarbeiðni til Villeneuve og hélt áfram en Villeneuve sat eftir, hægra framdekkið hékk af bílnum.Robin Frjins á Andretti var beðinn um að reyna að ná Daniel Abt á Abt Schaeffler Audi bílnum. Svarið var einfalt: „Ég er að vinna í því.“ Prost þurfti að koma inn á þjónustusvæðið með brotinn afturvæng á Renault bílnum. Hann var flaggaður úr keppninni, enda á óöruggum bíl að mati dómara keppninnar.Loic Duval á Dragon bílnum gerði allt sem hann gat til að ná þriðja sætinu af Heidfeld en hann hafði ekki verðlaunasætið af kempunni. „Þetta var góð keppni, mér leiðist ekkert að vinna með smá bil í næsta bíl. Ég hélt ég væri á annarri áætlun en aðrir en svo var ekki. Ég skipti um bíl á saman hring og flestir aðrir,“ sagði Buemi eftir keppnina.
Formúla Tengdar fréttir Fyrsti Formúlu E kappaksturinn sýndur beint um næstu helgi | Myndband Alain Prost, Richard Branson og Mario Andretti eiga allir lið í Formúlu E sem er kappaksturskeppni bíla sem notast við rafmagn frekar en hefðbundnara og óvistvænna eldsneyti. 22. október 2015 19:45 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Fyrsti Formúlu E kappaksturinn sýndur beint um næstu helgi | Myndband Alain Prost, Richard Branson og Mario Andretti eiga allir lið í Formúlu E sem er kappaksturskeppni bíla sem notast við rafmagn frekar en hefðbundnara og óvistvænna eldsneyti. 22. október 2015 19:45