Lífið

Móðir yfirgaf föður sem vildi eiga barn með Downs-heilkenni

Atli Ísleifsson skrifar
Samuel Forrest hyggst nú flytja aftur til Nýja-Sjálands þar sem hann getur notið stuðnings fjölskyldu og vina.
Samuel Forrest hyggst nú flytja aftur til Nýja-Sjálands þar sem hann getur notið stuðnings fjölskyldu og vina. Mynd/Samuel Forrest
Nýsjálendingurinn Samuel Forrest neitaði að gefa nýfæddan son sinn og eiginkonu sinnar sem hafði greinst með Downs-heilkenni. Eiginkona hans setti honum þá úrslitakosti: Annað hvort myndu gefa þau barnið frá sér eða þá myndi hún sækja um skilnað.

Í frétt ABC News kemur fram að Forrest hafi ekki hikað þegar hann stóð frammi fyrir ákvörðuninni.

Forrest gerði sér grein fyrir að líf hans myndi breytast til frambúðar þegar hann sat í biðstofunni á sjúkrahúsinu í Armeníu þar sem hann bjó ásamt eiginkonu sinni. Skömmu eftir fæðingu komu læknar fram og sögðu honum að „það hefði komið upp mikið vandamál sem sneri að syni hans“.

Læknarnir greindu honum þá frá því að sonur hans hafi greinst með Downs-heilkenni og „að hann þyrfti ekki að eiga hann“. Forrest greinir frá því í viðtalinu að hann hafi undrast orðaval læknanna.

Viku eftir fæðinguna sótti kona Forrest um skilnað, þar sem hann neitaði að gefa strákinn, sem fékk nafnið Leo, frá sér.

Forrest hyggst nú flytja aftur til Nýja-Sjálands þar sem hann getur notið stuðnings fjölskyldu og vina. Í fréttinni segir að hann hafi hrundið peningasöfnun af stað undir heitinu „Fáum Leo heim“ á meðan hann leitar að starfi.

Forrest tókst á skömmum tíma að safna um 30 milljónum króna, en um sex þúsund manns hafa nú lagt fé í söfnunina.

„Við erum himinlifandi og eigum ekki orð til að lýsa þeim stórkostlega stuðningi og ást sem þið hafið sýnt Leo litla,“ segir Forrest á síðunni. „Eftir það sem við Leo höfum gengið í gegnum mun ég ekki sitja aðgerðalaus á meðan ungabörn eru send á barnaheimili.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×