Hin leyndardómsfullu skattaskjól Örn Gunnlaugsson skrifar 6. febrúar 2015 06:00 Skattrannsóknarstjóri hefur undanfarið verið áberandi í fjölmiðlum vegna stolinna gagna sem hann hyggst kaupa að utan og geta hugsanlega upplýst um skattsvikara sem geyma fé í skattaskjólum þar. Svona fregnir fylla mann bjartsýni á að raunverulega eigi nú að virkja skatteftirlit í landinu þannig að ekki bara sumir heldur allir standi skil til samfélagsins á því sem þeim ber. Það vekur hins vegar furðu að skattyfirvöld í landinu skuli ekki sjá skóginn fyrir trjánum í þessum efnum og hefja vinnslu á þeim gögnum sem fyrir liggja á heimavelli áður en farið er að æða til útlanda í leit að skattsvikurum. Embættismenn ríkisins, þ.m.t. þeir sem eiga að fylgja eftir skatteftirliti, búa ásamt öðrum að gríðarlegu skattaskjóli innanlands. Hér er um að ræða dagpeningagreiðslur vegna ferða á vegum vinnuveitenda en heimilt er að færa kostnað á móti þeim undan tekjuskattstofni að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og að ákveðnu hámarki sem nemur tugum þúsunda fyrir hvern ferðadag. Meðal skilyrða er að um sé að ræða tilfallandi ferð utan venjulegs vinnustaðar og að um sé að ræða kostnað sem sannanlega er vegna ferða á vegum vinnuveitanda. Þrátt fyrir þetta líða skattyfirvöld að þeir aðilar sem njóta færi í flestum tilfellum hámarksfjárhæð til frádráttar án þess að hafa orðið fyrir kostnaði nema að litlu eða engu leyti og njóta því skattfrelsis á þessar greiðslur. Í raun er rangt að kalla þetta skattfrelsi því hér er auðvitað um að ræða undanskot í víðasta skilningi þó þau séu stunduð með vitund og blessun skattyfirvalda. Nú hafa skattyfirvöld hnykkt á reglum um þessa hluti og gera þeim einum sem stunda eigin atvinnurekstur að skila inn gögnum í samræmi við frádrátt. Hvers vegna aðilar eru dregnir í dilka hvað þetta varðar liggur í augum uppi – sumir eiga að komast upp með það sem öðrum er ekki ætlað og þar hugsa þessir aðilar fyrst og fremst til eigin hagsmuna. Það þarf ekki margar háskólagráður til að sjá hvers vegna þessi skattsvik eru látin átölulaus í ljósi þess hverjir njóta og af hverjum sá samtryggingarhópur sem þeir tilheyra samanstendur. Flugliðar í millilandaflugi njóta þess einnig að fá að stunda þessi skattsvik jafnvel þó ferðir þeirra séu ekki tilfallandi utan venjulegs vinnustaðar sem hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera flugfarið sjálft. Ekki traustvekjandi Er ekki tímabært að skattyfirvöld uppræti hin leyndardómsfullu skattaskjól innanlands jafnframt þeirri útrás sem nú liggur fyrir? Þingmenn hafa almennt engan áhuga á að beita sér fyrir breytingum á núverandi fyrirkomulagi enda heggur það í þeirra eigin hagsmuni. Ég átti samtal við formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um skattaskjól í útlöndum fyrir nokkru en áhugi hans á upprætingu skattsvika dó algjörlega þegar samtalið fór inn á hin innlendu skattaskjól. En verði hin stolnu gögn keypt frá útlöndum, hver á þá að hafa eftirlit með að skattyfirvöld grisji ekki úr þeim aðila sem þeim er þóknanlegt að sleppi undan rannsókn? Skattyfirvöld hafa sýnt í verki að þeim er ekki treystandi til að opna slíkar upplýsingar án eftirlits frá almennum þegnum sem valdir yrðu handahófskennt úr Þjóðskrá. Það er ekki beint traustvekjandi að láta ríkisskattstjóra eða skattrannsóknarstjóra eina um að opna þessi gögn í einrúmi í ljósi þess hvernig þessir aðilar hafa liðið elítunni í landinu að svíkja undan í gegnum dagpeningagreiðslur gegnum tíðina. Hvernig hafa æðstu embættismenn skattyfirvalda talið fram þær dagpeningagreiðslur sem þeir hafa notið? Hafa þeir fært undan tekjuskattstofni meira en sannanlega er kostnaður, jafnvel hámarksfjárhæð án heimilda? Er ekki rétt að þessir aðilar taki ærlega til í eigin ranni áður en þeir flengjast til útlanda á skattsviknum dagpeningum til að elta uppi aðra skattsvikara? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur undanfarið verið áberandi í fjölmiðlum vegna stolinna gagna sem hann hyggst kaupa að utan og geta hugsanlega upplýst um skattsvikara sem geyma fé í skattaskjólum þar. Svona fregnir fylla mann bjartsýni á að raunverulega eigi nú að virkja skatteftirlit í landinu þannig að ekki bara sumir heldur allir standi skil til samfélagsins á því sem þeim ber. Það vekur hins vegar furðu að skattyfirvöld í landinu skuli ekki sjá skóginn fyrir trjánum í þessum efnum og hefja vinnslu á þeim gögnum sem fyrir liggja á heimavelli áður en farið er að æða til útlanda í leit að skattsvikurum. Embættismenn ríkisins, þ.m.t. þeir sem eiga að fylgja eftir skatteftirliti, búa ásamt öðrum að gríðarlegu skattaskjóli innanlands. Hér er um að ræða dagpeningagreiðslur vegna ferða á vegum vinnuveitenda en heimilt er að færa kostnað á móti þeim undan tekjuskattstofni að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og að ákveðnu hámarki sem nemur tugum þúsunda fyrir hvern ferðadag. Meðal skilyrða er að um sé að ræða tilfallandi ferð utan venjulegs vinnustaðar og að um sé að ræða kostnað sem sannanlega er vegna ferða á vegum vinnuveitanda. Þrátt fyrir þetta líða skattyfirvöld að þeir aðilar sem njóta færi í flestum tilfellum hámarksfjárhæð til frádráttar án þess að hafa orðið fyrir kostnaði nema að litlu eða engu leyti og njóta því skattfrelsis á þessar greiðslur. Í raun er rangt að kalla þetta skattfrelsi því hér er auðvitað um að ræða undanskot í víðasta skilningi þó þau séu stunduð með vitund og blessun skattyfirvalda. Nú hafa skattyfirvöld hnykkt á reglum um þessa hluti og gera þeim einum sem stunda eigin atvinnurekstur að skila inn gögnum í samræmi við frádrátt. Hvers vegna aðilar eru dregnir í dilka hvað þetta varðar liggur í augum uppi – sumir eiga að komast upp með það sem öðrum er ekki ætlað og þar hugsa þessir aðilar fyrst og fremst til eigin hagsmuna. Það þarf ekki margar háskólagráður til að sjá hvers vegna þessi skattsvik eru látin átölulaus í ljósi þess hverjir njóta og af hverjum sá samtryggingarhópur sem þeir tilheyra samanstendur. Flugliðar í millilandaflugi njóta þess einnig að fá að stunda þessi skattsvik jafnvel þó ferðir þeirra séu ekki tilfallandi utan venjulegs vinnustaðar sem hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera flugfarið sjálft. Ekki traustvekjandi Er ekki tímabært að skattyfirvöld uppræti hin leyndardómsfullu skattaskjól innanlands jafnframt þeirri útrás sem nú liggur fyrir? Þingmenn hafa almennt engan áhuga á að beita sér fyrir breytingum á núverandi fyrirkomulagi enda heggur það í þeirra eigin hagsmuni. Ég átti samtal við formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um skattaskjól í útlöndum fyrir nokkru en áhugi hans á upprætingu skattsvika dó algjörlega þegar samtalið fór inn á hin innlendu skattaskjól. En verði hin stolnu gögn keypt frá útlöndum, hver á þá að hafa eftirlit með að skattyfirvöld grisji ekki úr þeim aðila sem þeim er þóknanlegt að sleppi undan rannsókn? Skattyfirvöld hafa sýnt í verki að þeim er ekki treystandi til að opna slíkar upplýsingar án eftirlits frá almennum þegnum sem valdir yrðu handahófskennt úr Þjóðskrá. Það er ekki beint traustvekjandi að láta ríkisskattstjóra eða skattrannsóknarstjóra eina um að opna þessi gögn í einrúmi í ljósi þess hvernig þessir aðilar hafa liðið elítunni í landinu að svíkja undan í gegnum dagpeningagreiðslur gegnum tíðina. Hvernig hafa æðstu embættismenn skattyfirvalda talið fram þær dagpeningagreiðslur sem þeir hafa notið? Hafa þeir fært undan tekjuskattstofni meira en sannanlega er kostnaður, jafnvel hámarksfjárhæð án heimilda? Er ekki rétt að þessir aðilar taki ærlega til í eigin ranni áður en þeir flengjast til útlanda á skattsviknum dagpeningum til að elta uppi aðra skattsvikara?
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar