Lofthræddur í íbúð á 30. hæð með einkabílstjóra og túlk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2015 07:00 Viðar Örn spilaði landsleik gegn Belgum í nóvember. vísir/Ap „Þetta er mjög svipað og Selfoss. Það eru reyndar aðeins fleiri veitingastaðir hérna,“ segir framherjinn Viðar Örn Kjartansson léttur en hann er nýfluttur til Kína. Viðar Örn og unnusta hans, Thelma Rán Óttarsdóttir, eru búsett í borginni Nanjing en rúmlega 8 milljónir búa í borginni og næsta nágrenni. Þau fluttu til landsins fyrir viku en Viðar kom fyrst í janúar til þess að skoða aðstæður og skrifa undir þriggja ára samning við Jiangsu Guoxin-Sainty. „Við búum í glæsilegri svítu á flottu hóteli. Það er verið að gera vel við okkur. Þetta er eiginlega svo flott að ég vil helst ekki flytja,“ segir Viðar en skötuhjúin eru komin með íbúð sem þau eru að fara flytja í. „Íbúðin er á 30. hæð í flottu hverfi. Það eru bara blokkir hérna. Maður sér ekkert einbýlishús. Minn versti galli er reyndar sá að ég er mjög lofthræddur þannig að ég verð líklega ekki límdur við gluggann. Ég get þó notið útsýnisins úr miðri íbúðinni. Ef ekki þá bara dreg ég fyrir.“Borðar alltaf á sama staðnum Umhverfið í Nanjing er allt annað en Viðar og Thelma eiga að venjast. „Það er allt mjög stórt hérna. Við verðum að venja okkur á nýjan mat en við erum samt búin að fara á sama veitingastaðinn fimm kvöld í röð. Fundum flott hlaðborð á 60. hæð á hóteli. Ég var búinn að búa mig undir miklar breytingar enda er hér önnur menning og hefðir,“ segir framherjinn en ætlar hann að leggja í að læra kínversku? „Ég er með höfuðið í bleyti. Ég er samt ekki viss um að ég nái tungumálinu á þeim tíma sem ég verð hérna.“ Selfyssingurinn hóf æfingar hjá sínu nýja félagi á sunnudag. Hann er ekki með löglegt bílpróf í Kína og fær það ekki fyrr en hann verður búinn að læra kínversku táknin á umferðarskiltunum. Forráðamenn félagsins bjarga þó málunum. „Ég er keyrður á æfingar. Ég er með einkabílstjóra sem sækir mig venjulega á BMW eða flottum bandarískum kagga. Þetta er alvöru þjónusta,“ segir Viðar Örn og hlær dátt.barátta Viðar berst hér við Maroune Fellaini, leikmann Man. Utd. fréttablaðið/afpTveir túlkar á æfingum Það mega þrír útlendingar vera hjá hverju liði í kínversku deildinni. Sainty er með Viðar, Brasilíumann og svo er Hollendingur á leiðinni. Þjálfari liðsins er svo kínverskur og það gengur mikið á þegar æfingar fara fram. „Ég er með túlk á æfingum sem er eiginlega alveg upp við mig og segir mér frá öllu sem þjálfarinn segir. Svo er annar túlkur fyrir hollenska aðstoðarþjálfarann okkar. Þetta er mjög skrítið bæði á æfingum og fundum því það eru allir að tala hver ofan í annan og allir tala mjög hátt. Ég skil ekki alveg hvernig kínversku strákarnir heyra það sem er verið að segja við þá.“ Viðari Erni líst vel á strákana sem eru með honum í liði og segir þá vera frambærilega knattspyrnumenn. „Þetta er betra en ég hélt allt saman. Það halda eflaust einhverjir að ég sé að fara að slaka á hérna. Það er sko ekki þannig. Það er mikill hraði á æfingum og strákarnir hérna eru teknískari en í Noregi. Við erum með sex kínverska landsliðsmenn.“ „Það er kannski ekki sterkasta landslið í heimi en ég sé að það eru hörkuspilarar hérna. Ég vil meina að gæðin hér séu töluvert betri en í Noregi. Aðstæðurnar eru svo stórkostlegar og allt betra en ég bjóst við. Við æfum tvisvar á dag og er tekið svakalega á því. Erfið hlaupaæfing fyrir hádegi og fótbolti í 90 mínútur eftir hádegi.“ Sainty er með fjóra stóra grasvelli til að æfa á og þeir eru allir iðjagrænir á þessum árstíma. „Heimavöllurinn tekur um 65 þúsund manns og venjulega eru að mæta um 30 þúsund á leiki. Þegar stóru liðin mæta þá eru hátt í 50 þúsund manns í stúkunni. Það verður breyting að spila fyrir framan svona marga,“ segir Viðar en fyrsti leikur hans með nýju liði er 8. mars. „Ég hugsa að þetta verði skemmtilegt og spennandi og ég get ekki beðið eftir fyrsta leiknum.“ Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
„Þetta er mjög svipað og Selfoss. Það eru reyndar aðeins fleiri veitingastaðir hérna,“ segir framherjinn Viðar Örn Kjartansson léttur en hann er nýfluttur til Kína. Viðar Örn og unnusta hans, Thelma Rán Óttarsdóttir, eru búsett í borginni Nanjing en rúmlega 8 milljónir búa í borginni og næsta nágrenni. Þau fluttu til landsins fyrir viku en Viðar kom fyrst í janúar til þess að skoða aðstæður og skrifa undir þriggja ára samning við Jiangsu Guoxin-Sainty. „Við búum í glæsilegri svítu á flottu hóteli. Það er verið að gera vel við okkur. Þetta er eiginlega svo flott að ég vil helst ekki flytja,“ segir Viðar en skötuhjúin eru komin með íbúð sem þau eru að fara flytja í. „Íbúðin er á 30. hæð í flottu hverfi. Það eru bara blokkir hérna. Maður sér ekkert einbýlishús. Minn versti galli er reyndar sá að ég er mjög lofthræddur þannig að ég verð líklega ekki límdur við gluggann. Ég get þó notið útsýnisins úr miðri íbúðinni. Ef ekki þá bara dreg ég fyrir.“Borðar alltaf á sama staðnum Umhverfið í Nanjing er allt annað en Viðar og Thelma eiga að venjast. „Það er allt mjög stórt hérna. Við verðum að venja okkur á nýjan mat en við erum samt búin að fara á sama veitingastaðinn fimm kvöld í röð. Fundum flott hlaðborð á 60. hæð á hóteli. Ég var búinn að búa mig undir miklar breytingar enda er hér önnur menning og hefðir,“ segir framherjinn en ætlar hann að leggja í að læra kínversku? „Ég er með höfuðið í bleyti. Ég er samt ekki viss um að ég nái tungumálinu á þeim tíma sem ég verð hérna.“ Selfyssingurinn hóf æfingar hjá sínu nýja félagi á sunnudag. Hann er ekki með löglegt bílpróf í Kína og fær það ekki fyrr en hann verður búinn að læra kínversku táknin á umferðarskiltunum. Forráðamenn félagsins bjarga þó málunum. „Ég er keyrður á æfingar. Ég er með einkabílstjóra sem sækir mig venjulega á BMW eða flottum bandarískum kagga. Þetta er alvöru þjónusta,“ segir Viðar Örn og hlær dátt.barátta Viðar berst hér við Maroune Fellaini, leikmann Man. Utd. fréttablaðið/afpTveir túlkar á æfingum Það mega þrír útlendingar vera hjá hverju liði í kínversku deildinni. Sainty er með Viðar, Brasilíumann og svo er Hollendingur á leiðinni. Þjálfari liðsins er svo kínverskur og það gengur mikið á þegar æfingar fara fram. „Ég er með túlk á æfingum sem er eiginlega alveg upp við mig og segir mér frá öllu sem þjálfarinn segir. Svo er annar túlkur fyrir hollenska aðstoðarþjálfarann okkar. Þetta er mjög skrítið bæði á æfingum og fundum því það eru allir að tala hver ofan í annan og allir tala mjög hátt. Ég skil ekki alveg hvernig kínversku strákarnir heyra það sem er verið að segja við þá.“ Viðari Erni líst vel á strákana sem eru með honum í liði og segir þá vera frambærilega knattspyrnumenn. „Þetta er betra en ég hélt allt saman. Það halda eflaust einhverjir að ég sé að fara að slaka á hérna. Það er sko ekki þannig. Það er mikill hraði á æfingum og strákarnir hérna eru teknískari en í Noregi. Við erum með sex kínverska landsliðsmenn.“ „Það er kannski ekki sterkasta landslið í heimi en ég sé að það eru hörkuspilarar hérna. Ég vil meina að gæðin hér séu töluvert betri en í Noregi. Aðstæðurnar eru svo stórkostlegar og allt betra en ég bjóst við. Við æfum tvisvar á dag og er tekið svakalega á því. Erfið hlaupaæfing fyrir hádegi og fótbolti í 90 mínútur eftir hádegi.“ Sainty er með fjóra stóra grasvelli til að æfa á og þeir eru allir iðjagrænir á þessum árstíma. „Heimavöllurinn tekur um 65 þúsund manns og venjulega eru að mæta um 30 þúsund á leiki. Þegar stóru liðin mæta þá eru hátt í 50 þúsund manns í stúkunni. Það verður breyting að spila fyrir framan svona marga,“ segir Viðar en fyrsti leikur hans með nýju liði er 8. mars. „Ég hugsa að þetta verði skemmtilegt og spennandi og ég get ekki beðið eftir fyrsta leiknum.“
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira