KR vann 2-1 sigur á Leikni í kvöld í Lengjubikar karla í fótbolta en liðið mættust þá í Egilshöllinni. Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok.
KR-liðið skoraði bæði mörkin sín á síðustu sex mínútum leiksins en Leiknir missti Halldór Kristinn Halldórsson af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik.
Varamaðurinn Frymezim Veselaj kom Leikni yfir í 1-0 á 74. mínútu tíu á móti ellefu en stórsókn KR-inga bar ekki árangur fyrr en undir lokin.
Gary Martin jafnaði metin á 84. mínútu eftir stoðsendingu frá Pálma Rafni Pálmasyni og lagði síðan upp sigurmarkið fyrir Þorstein Má Ragnarsson sem skoraði með skalla af stuttu færi á 88. mínútu.
Leiknir var búið að vinna fyrstu fjóra leiki sína í Lengjubikarnum en KR sem tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum vann þarna sinn annan leik í röð. Þorsteinn Már Ragnarsson hefur skorað sigurmarkið í báðum leikjunum.
KR skoraði tvö mörk á síðustu sex mínútunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu
Enski boltinn



Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah
Enski boltinn




