Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hafnaði í morgun ósk minnihlutans um að haldinn verði þingfundur í dag til að ræða stöðuna sem upp er komin í Evrópusambandsmálum. Formenn þingflokka funduðu í morgun með Einari þar sem þess var krafist að boðað yrði til þingfundar.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tilkynnti í gær að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB. Það gerði hann án þess að fara með málið fyrir þingið.
Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ákvörðunina harðlega og þá staðreynd að þingið hafi ekki verið haft með í ráðum þegar ákvörðun var tekin um að endurvekja ekki aðildarferlið að ESB. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, tjáði sig um málið á Facebook en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.
Ekki boðað til þingfundar í dag
Tengdar fréttir
Talsmaður ESB: Dyrnar enn opnar fyrir Ísland
"Við virðum að sjálfsögðu þessa ákvörðun,“ sagði talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins,
Óljóst hvort búið sé að slíta aðildarviðræðum
Ekki búið að fara yfir málið í heild og því óljóst hvort viðræðum hafi formlega verið slitið.
Tilkynning um viðræðuslit vekur afar hörð viðbrögð
Ríkisstjórnin tilkynnti ESB um viðræðuslit í gær. Óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd um málið. Stjórnarandstaðan boðar átök á Alþingi og segir stjórnina ganga gegn þingræðinu.
Þingflokksformenn funda vegna viðræðuslita
Funda með forseta Alþingis.