Getnaðarlimur hjólreiðamanns getur lamast eftir langan hjólatúr Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 22:36 Hjólreiðakeppnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu ár. Vísir Vel þekkt er í löngum hjólreiðaferðum að karlmenn missi tilfinninguna í getnaðarlim og í svæðinu við nárann. Þetta var rætt í Reykjavík síðdegis í dag. „Ef það er mikið álag á einhvern líkamspart þá getur það haft einhverjar afleiðingar í för með sér,“ sagði Guðmundur Geirsson, þvagfæraskurðlæknir, aðspurður um þetta vandamál. „Þarna getur orðið einhver þrýstingur í klofinu á taugar þarna niðri. Þetta er þekkt. Sérstaklega í einhverjum extreme tilfellum, þegar menn eru að hjóla marga tugi eða hundrað kílómetra í einu.“ Hjólreiðar hafa notið aukinna vinsælda hér á landi upp á síðkastið. Til að mynda jukust skráningar í WOW Cyclothon til mun á þessu ári en 1200 skráðu sig í ár miðað við 500 í fyrra. En engin ástæða er til þess að leggja hjólið á hilluna þar sem hægt er að varast að þetta gerist segir læknirinn. „Já já, í fyrsta lagi að hvíla sig, vera ekki of lengi í einu. Síðan að vera í góðum buxum með góðum bólstra. Það er svosem helst þetta. Maður hefur heyrt að það séu til einhverjir sérstakir hnakkar þar sem er minni þrýsingur á þetta viðkvæma svæði.“ Hefðbundnir hnakkar eru oft mjóir og harðir en í þættinum er talað um að sniðugt sé að hjóla á hnökkum sem eru öðruvísi í laginu og mýkri en venjulegir – til að mynda gelhnakkar.En getur máttleysi í lim og nárasvæði orðið varanlegt? „Nei nei, það mjög ólíklegt. Gengur yfirleitt alltaf til baka á ekki alltof löngum tíma. En þetta kemur nú ekki oft á okkar borð, okkar þvagfæraskurðlækna svona vandamál eftir hjólreiðar. En það má segja að hjólreiðar hafi aukist hér á landi. Þetta er meira vandamál erlendis. En kannski eigum við eftir að sjá aukningu á þessu, hver veit.“ Þrýstingur á taugarnar veldur tímabundinni lömun segir Guðmundur enda eru taugar karlmanna nálægt yfirborði húðarinnar. Guðmundur segist aldrei hafa heyrt um sambærilegt vandamál hjá konum. Nánar má heyra fjallað um málið í spilaranum hér að ofan. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Vel þekkt er í löngum hjólreiðaferðum að karlmenn missi tilfinninguna í getnaðarlim og í svæðinu við nárann. Þetta var rætt í Reykjavík síðdegis í dag. „Ef það er mikið álag á einhvern líkamspart þá getur það haft einhverjar afleiðingar í för með sér,“ sagði Guðmundur Geirsson, þvagfæraskurðlæknir, aðspurður um þetta vandamál. „Þarna getur orðið einhver þrýstingur í klofinu á taugar þarna niðri. Þetta er þekkt. Sérstaklega í einhverjum extreme tilfellum, þegar menn eru að hjóla marga tugi eða hundrað kílómetra í einu.“ Hjólreiðar hafa notið aukinna vinsælda hér á landi upp á síðkastið. Til að mynda jukust skráningar í WOW Cyclothon til mun á þessu ári en 1200 skráðu sig í ár miðað við 500 í fyrra. En engin ástæða er til þess að leggja hjólið á hilluna þar sem hægt er að varast að þetta gerist segir læknirinn. „Já já, í fyrsta lagi að hvíla sig, vera ekki of lengi í einu. Síðan að vera í góðum buxum með góðum bólstra. Það er svosem helst þetta. Maður hefur heyrt að það séu til einhverjir sérstakir hnakkar þar sem er minni þrýsingur á þetta viðkvæma svæði.“ Hefðbundnir hnakkar eru oft mjóir og harðir en í þættinum er talað um að sniðugt sé að hjóla á hnökkum sem eru öðruvísi í laginu og mýkri en venjulegir – til að mynda gelhnakkar.En getur máttleysi í lim og nárasvæði orðið varanlegt? „Nei nei, það mjög ólíklegt. Gengur yfirleitt alltaf til baka á ekki alltof löngum tíma. En þetta kemur nú ekki oft á okkar borð, okkar þvagfæraskurðlækna svona vandamál eftir hjólreiðar. En það má segja að hjólreiðar hafi aukist hér á landi. Þetta er meira vandamál erlendis. En kannski eigum við eftir að sjá aukningu á þessu, hver veit.“ Þrýstingur á taugarnar veldur tímabundinni lömun segir Guðmundur enda eru taugar karlmanna nálægt yfirborði húðarinnar. Guðmundur segist aldrei hafa heyrt um sambærilegt vandamál hjá konum. Nánar má heyra fjallað um málið í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira