Eldhúsdagsumræður: Bjarni harmar að samningar við BHM og hjúkrunarfræðinga skyldu ekki nást Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 20:31 Bjarni talaði á Alþingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í ræðu sinni á Alþingi í kvöld en þar fara nú fram Eldhúsdagsumræður og sagði stjórnarandstöðuna ekki hafa gert það í málflutningi sínum í ár. Bjarni segist vilja breyta fyrirkomulagi um ræðutíma en hann telur að það þurfi að setja ræðutíma þingmanna frekari mörk og hann vill einnig að mál geti lifað milli þinga. Hann viðurkenndi að vel yrði að vera staðið að slíkum breytingum en taldi þær verða til bóta ef vel yrði frá gengið. „Fleira mætti hér nefna svo sem eins og að forseti Alþingis hafi óskorað vald til að stýra þingstörfum í samræmi við starfsáætlun. Góðir landsmenn, þótt ég nefni eitt og annað sem miklu getur skipt til að bæta þingstörfin og þróun lýðræðisins er það ofar öllu öðru að hér á Alþingi sé ávallt til staðar virðing fyrir því grundvallarhlutverki sem Alþingi gegnir í stjórnskipan okkar.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði einnig að störf þingsins væru í höndum þingmanna, engir væru betur til þess fallnir að breyta starfsháttum heldur en fólkið á þingi. Bjarni sagði framtíðina bjarta, hagvöxtur væri að aukast – í raun og veru værum við uppi á lengsta samfellda hagvaxtartímabilinu og að jöfnuður væri mestur á Íslandi. „Skuldir heimilanna voru í hámarki árið 2009 þegar hær fóru í 126% af vergri landsframleiðslu. Nú stefnir í að skuldirnar lækki í um 86% og sætir furðu hve margir hafa, í þeim tilgangi að koma höggi á ríkisstjórnina, andmælt þessum aðgerðum. Þeir hinir sömu hafa tapað sjónum af mikilvægi þess og þýðingu að heimilin standi betur og ráði við skuldbindingar sínar. Skuldir heimilanna eru nú lægri en í Bretlandi og svipaðar og í Noregi. Góðir landsmenn, þrátt fyrir vaxandi kaupmátt og bjartari horfur hafa kjaradeilur verið áberandi það sem af er ári. Um tíma stefndi í að um helmingur vinnumarkaðarins færi í verkfall. En samningar tókust á almennum markaði og aðkoma stjórnvalda með lækkun skatta og öðrum ráðstöfunum hjálpaði til við að binda enda á deilurnar. Ég harma að ekki skuli hafa tekist samningar við Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að viðræður stæðu svo vikum skipti og ríkið hafi boðið um 20% hækkanir næstu árin. Væntingar um að ríkið geti samið fram úr og upp fyrir almenna markaðinn, sem þó hafði samið um verulegar hækkanir launa næstu árin, eru án allrar innistæðu.“ Hann gagnrýndi málflutning jafnaðarmanna í kjaradeilum, sagði þá tala í hring og gagnrýna til þess eins að gagnrýna. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í ræðu sinni á Alþingi í kvöld en þar fara nú fram Eldhúsdagsumræður og sagði stjórnarandstöðuna ekki hafa gert það í málflutningi sínum í ár. Bjarni segist vilja breyta fyrirkomulagi um ræðutíma en hann telur að það þurfi að setja ræðutíma þingmanna frekari mörk og hann vill einnig að mál geti lifað milli þinga. Hann viðurkenndi að vel yrði að vera staðið að slíkum breytingum en taldi þær verða til bóta ef vel yrði frá gengið. „Fleira mætti hér nefna svo sem eins og að forseti Alþingis hafi óskorað vald til að stýra þingstörfum í samræmi við starfsáætlun. Góðir landsmenn, þótt ég nefni eitt og annað sem miklu getur skipt til að bæta þingstörfin og þróun lýðræðisins er það ofar öllu öðru að hér á Alþingi sé ávallt til staðar virðing fyrir því grundvallarhlutverki sem Alþingi gegnir í stjórnskipan okkar.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði einnig að störf þingsins væru í höndum þingmanna, engir væru betur til þess fallnir að breyta starfsháttum heldur en fólkið á þingi. Bjarni sagði framtíðina bjarta, hagvöxtur væri að aukast – í raun og veru værum við uppi á lengsta samfellda hagvaxtartímabilinu og að jöfnuður væri mestur á Íslandi. „Skuldir heimilanna voru í hámarki árið 2009 þegar hær fóru í 126% af vergri landsframleiðslu. Nú stefnir í að skuldirnar lækki í um 86% og sætir furðu hve margir hafa, í þeim tilgangi að koma höggi á ríkisstjórnina, andmælt þessum aðgerðum. Þeir hinir sömu hafa tapað sjónum af mikilvægi þess og þýðingu að heimilin standi betur og ráði við skuldbindingar sínar. Skuldir heimilanna eru nú lægri en í Bretlandi og svipaðar og í Noregi. Góðir landsmenn, þrátt fyrir vaxandi kaupmátt og bjartari horfur hafa kjaradeilur verið áberandi það sem af er ári. Um tíma stefndi í að um helmingur vinnumarkaðarins færi í verkfall. En samningar tókust á almennum markaði og aðkoma stjórnvalda með lækkun skatta og öðrum ráðstöfunum hjálpaði til við að binda enda á deilurnar. Ég harma að ekki skuli hafa tekist samningar við Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að viðræður stæðu svo vikum skipti og ríkið hafi boðið um 20% hækkanir næstu árin. Væntingar um að ríkið geti samið fram úr og upp fyrir almenna markaðinn, sem þó hafði samið um verulegar hækkanir launa næstu árin, eru án allrar innistæðu.“ Hann gagnrýndi málflutning jafnaðarmanna í kjaradeilum, sagði þá tala í hring og gagnrýna til þess eins að gagnrýna.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira