Enn ein mótmælin boðuð á Austurvelli: „Almenningur er að vakna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2015 11:41 Sara Oskarsson er einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins sem staðið hefur fyrir fjölmörgum mótmælum á Austurvelli í vetur. vísir/stefán Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld klukkan 19:40 en Jæja-hópurinn svokallaði hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á sama tíma. Hópurinn hefur staðið fyrir um 10 viðburðum í vetur en fyrstu mótmælin voru þann 3. nóvember síðastliðinn. Sara Oskarsson, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins, segir að þrátt fyrir fjölmenn mótmæli í vetur hafi ef til vill ekki tekist að ná eyrum núverandi ríkisstjórnar. „Þeir virðast vera ansi duglegir að loka eyrunum fyrir kröfunum sem hafa komið fram á mótmælunum og svona í orðræðunni undanfarið. Það sem hefur gerst og er kannski mikilvægara en hitt það er það að almenningur er að vakna gagnvart því að vera ekki ginnkeypt fyrir því sem vellur upp úr sumum ráðherrum ríkisstjórnarinnar,“ segir Sara í samtali við Vísi. Sara segir að fólk sé orðið langeygt eftir breytingum og úreltri hugmyndafræði sem hafi einkennt stjórnmálin í mörg ár. „Það yrði ekkert endilega betra þó að síðasta ríkisstjórn kæmist til valda núna eða sú sem var þar áður, það er mergurinn málsins. Það þarf að koma eitthvað nýtt sem hefur ekki verið áður og breyta kerfinu.“ Tæplega 400 manns hafa boðað komu sína á Austurvöll í kvöld sem er mjög lítið miðað við þann fjölda sem mætt hefur á mótmæli síðustu mánuði. Sara bendir á að um 3000 manns hafi mætt á mótmæli á 17. júní og sennilega sé komin mótmælaþreyta í fólk. „Svo eru margir í sumarfríi, það er gott veður og þá kannski dofnar landinn aðeins. En við höldum samt áfram og það er það mikilvægasta. Ég hef alltaf litið svo á að þetta sé langtímaverkefni svo það er mikilvægt að halda áfram þó að það komi svona mótmælaþreyta,“ segir Sara og bætir við að Jæja-hópurinn stefni á að starfa áfram í sumar og næsta vetur. Alþingi Tengdar fréttir Fordæma mótmælendur reið, sár og hneyksluð Björn Ingi Hrafnsson biður fólk að læka þá skoðun að fámennur hópur hafi skemmt allt með því að púa og berja í bumbur. 17. júní 2015 20:59 „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58 Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra „Vanhæf ríkisstjórn“ hrópað og púað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 17. júní 2015 11:15 Segir mótmælin endurspegla ástand sem bregðast verði við Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna. Eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. 18. júní 2015 09:00 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld klukkan 19:40 en Jæja-hópurinn svokallaði hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á sama tíma. Hópurinn hefur staðið fyrir um 10 viðburðum í vetur en fyrstu mótmælin voru þann 3. nóvember síðastliðinn. Sara Oskarsson, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins, segir að þrátt fyrir fjölmenn mótmæli í vetur hafi ef til vill ekki tekist að ná eyrum núverandi ríkisstjórnar. „Þeir virðast vera ansi duglegir að loka eyrunum fyrir kröfunum sem hafa komið fram á mótmælunum og svona í orðræðunni undanfarið. Það sem hefur gerst og er kannski mikilvægara en hitt það er það að almenningur er að vakna gagnvart því að vera ekki ginnkeypt fyrir því sem vellur upp úr sumum ráðherrum ríkisstjórnarinnar,“ segir Sara í samtali við Vísi. Sara segir að fólk sé orðið langeygt eftir breytingum og úreltri hugmyndafræði sem hafi einkennt stjórnmálin í mörg ár. „Það yrði ekkert endilega betra þó að síðasta ríkisstjórn kæmist til valda núna eða sú sem var þar áður, það er mergurinn málsins. Það þarf að koma eitthvað nýtt sem hefur ekki verið áður og breyta kerfinu.“ Tæplega 400 manns hafa boðað komu sína á Austurvöll í kvöld sem er mjög lítið miðað við þann fjölda sem mætt hefur á mótmæli síðustu mánuði. Sara bendir á að um 3000 manns hafi mætt á mótmæli á 17. júní og sennilega sé komin mótmælaþreyta í fólk. „Svo eru margir í sumarfríi, það er gott veður og þá kannski dofnar landinn aðeins. En við höldum samt áfram og það er það mikilvægasta. Ég hef alltaf litið svo á að þetta sé langtímaverkefni svo það er mikilvægt að halda áfram þó að það komi svona mótmælaþreyta,“ segir Sara og bætir við að Jæja-hópurinn stefni á að starfa áfram í sumar og næsta vetur.
Alþingi Tengdar fréttir Fordæma mótmælendur reið, sár og hneyksluð Björn Ingi Hrafnsson biður fólk að læka þá skoðun að fámennur hópur hafi skemmt allt með því að púa og berja í bumbur. 17. júní 2015 20:59 „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58 Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra „Vanhæf ríkisstjórn“ hrópað og púað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 17. júní 2015 11:15 Segir mótmælin endurspegla ástand sem bregðast verði við Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna. Eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. 18. júní 2015 09:00 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Fordæma mótmælendur reið, sár og hneyksluð Björn Ingi Hrafnsson biður fólk að læka þá skoðun að fámennur hópur hafi skemmt allt með því að púa og berja í bumbur. 17. júní 2015 20:59
„Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46
Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58
Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra „Vanhæf ríkisstjórn“ hrópað og púað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 17. júní 2015 11:15
Segir mótmælin endurspegla ástand sem bregðast verði við Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna. Eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. 18. júní 2015 09:00