Göngumennirnir tveir sem leitað var að í Esjunni í morgun eru fundnir. Um er að ræða tékkneska ferðamenn sem höfðu verið á göngu í tíu til ellefu klukkustundir þegar þeir höfðu samband við neyðarlínuna í morgun og óskuðu eftir aðstoð.
Lélegt símasamband var við mennina sem þó tókst að gera nokkuð vel grein fyrir stöðu sinni. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu segir að mennirnir hafi fundist á um tveimur klukkustundum en þá voru þeir komnir í sjálfheldu í klettabeltinu við skaflann í Gunnlaugsskarði. Ófært var að klifra að þeim að neðan svo björgunarmenn sóttu ofan frá en einnig var þyrla LHG fengin á staðinn til að hífa mennina upp.
Mennirnir eru komnir undir læknis hendur á slysadeild Landspítala í Fossvogi. Fyrrnefnt klettabelti er í um 750-800 metra hæð og segir Jónas því ljóst að þeim hefur ekki verið hlýtt í nótt.
Tékknesku göngumennirnir á Esjunni komnir á slysadeild
Tengdar fréttir
Leitað að mönnum á Esjunni
Hafa verið á göngu í um 10-11 klukkustundir.