Öryggi sjúklinga ekki tryggt Sveinn Arnarson skrifar 9. maí 2015 10:00 Landspítalinn Undanþágubeiðnum sem lagðar hafa verið fyrir Félag geislafræðinga hefur flestum verið hafnað. Forstjórinn er óánægður með stöðuna og segir öryggi sjúklinga ótryggt á spítalanum. Fréttablaðið/Pjetur Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, óttast um öryggi sjúklinga spítalans í verkfallsaðgerðum BHM. Verkfall félagsmanna fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á spítalanum hefur nú staðið í þrjátíu og þrjá daga og ekki sér fyrir endann á deilunni. Páll gagnrýnir Félag geislafræðinga harðlega og segir undanþágunefnd félagsins ekki láta læknisfræðilegt mat ráða för þegar undanþágubeiðnir eru metnar hjá félaginu. „Á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast,“ segir Páll. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að setja lög á verkföll eins og staðan er í dag en gagnrýnir einnig undanþágunefnd geislafræðinga. „Læknar óska ekki eftir undanþágum nema í algjörum undantekningartilvikum því þeir virða rétt stétta til að fara í verkföll. Það er skilningur hjá okkur fyrir því að reyna að gera verkfallið sem léttbærast fyrir okkar allra veikustu einstaklinga,“ segir Kristján Þór. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans,“ segir Páll. „Ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga,“ segir Páll. Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, þúsundum rannsókna og hundruð koma sjúklinga á dag- og göngudeildir hafa fallið niður vegna verkfalls BHM. Ekkert miðar áfram í kjaradeilunni. Deilan skapar mikil og alvarleg vandræði á sjúkrahúsum landsins og er staðan orðin hrikaleg að mati Gunnars Bjarna Ragnarssonar, yfirlæknis á krabbameinsdeild Landspítalans. Páll Halldórsson, formaður BHM, segist vonast til að sjá einhver spil á næsta fundi BHM með samninganefnd ríkisins. „Næsti fundur er settur á mánudaginn. Síðasta fundi var slitið með þeim orðum að ekki yrði boðað til nýs fundar fyrr en ríkið hefði eitthvað fram að færa á fundinum. Hins vegar veit ég ekkert hvaða spil það eru sem ríkið mun leggja á borðið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Páll. Páll Matthíasson segir vinnuaðstæður á Landspítalanum grafalvarlegar og mikið liggja við. Líklegt er að sjúklingar bíði skaða af verkfallsaðgerðum BHM. „Hvað meðferð krabbameinssjúkra varðar þá er staðfest að tafir hafa orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafa lengst fram úr hófi og rof hefur orðið í meðferð sjúklinga. Niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta sé á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða.“ Verkfall 2016 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, óttast um öryggi sjúklinga spítalans í verkfallsaðgerðum BHM. Verkfall félagsmanna fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á spítalanum hefur nú staðið í þrjátíu og þrjá daga og ekki sér fyrir endann á deilunni. Páll gagnrýnir Félag geislafræðinga harðlega og segir undanþágunefnd félagsins ekki láta læknisfræðilegt mat ráða för þegar undanþágubeiðnir eru metnar hjá félaginu. „Á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast,“ segir Páll. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að setja lög á verkföll eins og staðan er í dag en gagnrýnir einnig undanþágunefnd geislafræðinga. „Læknar óska ekki eftir undanþágum nema í algjörum undantekningartilvikum því þeir virða rétt stétta til að fara í verkföll. Það er skilningur hjá okkur fyrir því að reyna að gera verkfallið sem léttbærast fyrir okkar allra veikustu einstaklinga,“ segir Kristján Þór. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans,“ segir Páll. „Ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga,“ segir Páll. Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, þúsundum rannsókna og hundruð koma sjúklinga á dag- og göngudeildir hafa fallið niður vegna verkfalls BHM. Ekkert miðar áfram í kjaradeilunni. Deilan skapar mikil og alvarleg vandræði á sjúkrahúsum landsins og er staðan orðin hrikaleg að mati Gunnars Bjarna Ragnarssonar, yfirlæknis á krabbameinsdeild Landspítalans. Páll Halldórsson, formaður BHM, segist vonast til að sjá einhver spil á næsta fundi BHM með samninganefnd ríkisins. „Næsti fundur er settur á mánudaginn. Síðasta fundi var slitið með þeim orðum að ekki yrði boðað til nýs fundar fyrr en ríkið hefði eitthvað fram að færa á fundinum. Hins vegar veit ég ekkert hvaða spil það eru sem ríkið mun leggja á borðið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Páll. Páll Matthíasson segir vinnuaðstæður á Landspítalanum grafalvarlegar og mikið liggja við. Líklegt er að sjúklingar bíði skaða af verkfallsaðgerðum BHM. „Hvað meðferð krabbameinssjúkra varðar þá er staðfest að tafir hafa orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafa lengst fram úr hófi og rof hefur orðið í meðferð sjúklinga. Niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta sé á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða.“
Verkfall 2016 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira