Pólitískt voðaskot í viðskiptaþvingun? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Viðskiptabann Rússa skellur af fullum þunga á Íslendingum. Spjót hafa staðið á utanríkisráðherra sem varið hefur ákvörðun sína með vísan til heildarhagsmuna. Jafnframt hefur hann sagt að nú sé reynt að fá bannið aðlagað, en að ekki komi til greina að Ísland dragi sig út og fari þar með af lista þeirra ríkja sem styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Þessar skýringar ráðherra hljóma vel að því leyti, að mat virðist hafa verið lagt á þá hagsmuni landsins sem í húfi voru í aðdraganda ákvörðunar stjórnvalda um að styðja viðskiptaþvinganir. Vegna alvarleika málsins og í ljósi upplýstrar umræðu er hins vegar nauðsynlegt að fá fram hvernig þessir hagsmunir voru metnir. Hvaða hagsmunir lágu til grundvallar stuðningi? Hvaða hagsmunir studdu það að Ísland stæði utan við þvinganirnar? Og ekki síst, með því að vega og meta þessa andstæðu hagsmuni, hvernig var ákvörðun tekin? Utanríkisráðherra ber þannig að upplýsa um hvaða gögn og upplýsingar lágu til grundvallar þeirri afdrifaríku ákvörðun að telja forsvaranlegt og rétt að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Pistlahöfundi kann auðvitað að skjátlast, en í fljótu bragði er því miður erfitt að sjá hvaða hagsmunir lögðust svo þungt á vogarskálar að talið var affarasælast að styðja viðskiptaþvinganir fremur en að standa utan við þær. Almennar yfirlýsingar, um að það sé óhjákvæmilegt að styðja jafn viðurhlutamiklar aðgerðir og viðskiptaþvinganir gagnvart öðru ríki ef Ísland ætli að vera þátttakandi í alþjóðasamfélaginu, eru fráleitar. Um hverjar þær ákvarðanir sem teknar eru á alþjóðavettvangi hafa fullvalda ríki rétt á, og verða raunar í öllum tilvikum, að taka ákvarðanir út frá eigin hagsmunum. Sé meiriháttar fjárhagslegt tjón fyrirsjáanlegt fyrir einstakt ríki, mun það að sjálfsögðu ekki horfa fram hjá því fyrir óljósa hagsmuni heildarinnar. Þá geta fullvalda ríki einnig tekið þá afstöðu að með viðskiptaþvingunum muni ekki nást sett markmið, líkt og oft vill því miður verða, og ákveða þar með að standa utan við þær. Íslendingar voru ekki nauðbeygðir til að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum og örðugt er að sjá hvaða hagsmunir lágu til grundvallar ákvörðun Íslands um að styðja þær. Þó sannanlega ríði á að takmarka tjón íslensks efnahagslífs vegna ákvörðunar ráðherrans, er ekki síður mikilvægt að bregðast við pólitísku voðaskoti sama aðila ef hann getur ekki veitt gleggri upplýsingar um forsendur hinnar afdrifaríku ákvörðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptabann Rússa skellur af fullum þunga á Íslendingum. Spjót hafa staðið á utanríkisráðherra sem varið hefur ákvörðun sína með vísan til heildarhagsmuna. Jafnframt hefur hann sagt að nú sé reynt að fá bannið aðlagað, en að ekki komi til greina að Ísland dragi sig út og fari þar með af lista þeirra ríkja sem styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Þessar skýringar ráðherra hljóma vel að því leyti, að mat virðist hafa verið lagt á þá hagsmuni landsins sem í húfi voru í aðdraganda ákvörðunar stjórnvalda um að styðja viðskiptaþvinganir. Vegna alvarleika málsins og í ljósi upplýstrar umræðu er hins vegar nauðsynlegt að fá fram hvernig þessir hagsmunir voru metnir. Hvaða hagsmunir lágu til grundvallar stuðningi? Hvaða hagsmunir studdu það að Ísland stæði utan við þvinganirnar? Og ekki síst, með því að vega og meta þessa andstæðu hagsmuni, hvernig var ákvörðun tekin? Utanríkisráðherra ber þannig að upplýsa um hvaða gögn og upplýsingar lágu til grundvallar þeirri afdrifaríku ákvörðun að telja forsvaranlegt og rétt að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Pistlahöfundi kann auðvitað að skjátlast, en í fljótu bragði er því miður erfitt að sjá hvaða hagsmunir lögðust svo þungt á vogarskálar að talið var affarasælast að styðja viðskiptaþvinganir fremur en að standa utan við þær. Almennar yfirlýsingar, um að það sé óhjákvæmilegt að styðja jafn viðurhlutamiklar aðgerðir og viðskiptaþvinganir gagnvart öðru ríki ef Ísland ætli að vera þátttakandi í alþjóðasamfélaginu, eru fráleitar. Um hverjar þær ákvarðanir sem teknar eru á alþjóðavettvangi hafa fullvalda ríki rétt á, og verða raunar í öllum tilvikum, að taka ákvarðanir út frá eigin hagsmunum. Sé meiriháttar fjárhagslegt tjón fyrirsjáanlegt fyrir einstakt ríki, mun það að sjálfsögðu ekki horfa fram hjá því fyrir óljósa hagsmuni heildarinnar. Þá geta fullvalda ríki einnig tekið þá afstöðu að með viðskiptaþvingunum muni ekki nást sett markmið, líkt og oft vill því miður verða, og ákveða þar með að standa utan við þær. Íslendingar voru ekki nauðbeygðir til að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum og örðugt er að sjá hvaða hagsmunir lágu til grundvallar ákvörðun Íslands um að styðja þær. Þó sannanlega ríði á að takmarka tjón íslensks efnahagslífs vegna ákvörðunar ráðherrans, er ekki síður mikilvægt að bregðast við pólitísku voðaskoti sama aðila ef hann getur ekki veitt gleggri upplýsingar um forsendur hinnar afdrifaríku ákvörðunar.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun