Lokahringurinn á Masters farinn af stað | Nær Spieth að klára dæmið? 12. apríl 2015 16:14 Það hefur allt snúist um snilli þessa unga kylings á Masters í ár. Getty Spennan fyrir lokahringinn á Mastersmótinu er mikil en aðstæður til golfiðkunar á Augusta National eru fínar eins og er þrátt fyrir að veðurspáin segi að það séu 30% líkur á rigningu þegar líða tekur á lokahringinn. Eins og dyggir golfáhugamenn vita leiðir hinn ungi Jordan Spieth með fjórum höggum fyrir lokahringinn en þessi spennandi kylfingur hefur varla stigið feilspor hingað til. „Ég held að lykillinn á lokahringnum verði þolinmæði, ég verð að vera þolinmóður og ég má ekki láta það fara í taugarnar á mér ef ég missi högg,“ sagði Spieth við fréttamenn Golf Channel eftir þriðja hring í gær. „Stutta spilið hjá mér hefur verið frábært hingað til, ég hef vippað vel og sett mörg mikilvæg pútt niður, vonandi tekst mér að halda því áfram þrátt fyrir að pressan á lokahringnum verði mikil.“Stór nöfn geta gert atlögu að titlinum í kvöld Á eftir Spieth koma þeir Justin Rose og Phil Mickelson, fjórum og fimm höggum til baka en þeir hafa sýnt áður í stórum mótum að þeir geta hæglega unnið forskot eins og það niður. Mickelson virkaði bjartsýnn í viðtali eftir þriðja hring í gær þrátt fyrir að gengi hans hingað til á árinu hafi ekki verið upp á marga fiska. „Ég elska að spila á Masters, það er bara allt svo fullkomið við þennan stað. Ég vissi að ég þyrfti að grafa djúpt og koma inn á góðu skori á þriðja hring til þess að eiga möguleika á sunnudeginum og mér tókst það. Hvað sem gerist þá verður lokahringurinn örugglega spennandi.“ Það er erfitt að minnast á gengi hins 21 árs Jordan Spieth á Masters í vikunni án þess að bera hann saman við Rory McIlroy en Norður-Írinn var einnig með forskot fyrir lokahringinn á Mastersmótinu árið 2011, þá 21 árs gamall eins og Spieth. Minnugir golfáhugamenn muna eftir því að McIlroy gjörsamlega féll saman á lokahringnum og kom inn á 80 höggum eða átta yfir pari. Þar hafði pressan betur en stóra spurningin fyrir lokahringinn í kvöld er hvernig Jordan Spieth höndlar hana. Þessi golfveisla sem lokahringurinn á Masters mótinu er ávalt verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00. Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Spennan fyrir lokahringinn á Mastersmótinu er mikil en aðstæður til golfiðkunar á Augusta National eru fínar eins og er þrátt fyrir að veðurspáin segi að það séu 30% líkur á rigningu þegar líða tekur á lokahringinn. Eins og dyggir golfáhugamenn vita leiðir hinn ungi Jordan Spieth með fjórum höggum fyrir lokahringinn en þessi spennandi kylfingur hefur varla stigið feilspor hingað til. „Ég held að lykillinn á lokahringnum verði þolinmæði, ég verð að vera þolinmóður og ég má ekki láta það fara í taugarnar á mér ef ég missi högg,“ sagði Spieth við fréttamenn Golf Channel eftir þriðja hring í gær. „Stutta spilið hjá mér hefur verið frábært hingað til, ég hef vippað vel og sett mörg mikilvæg pútt niður, vonandi tekst mér að halda því áfram þrátt fyrir að pressan á lokahringnum verði mikil.“Stór nöfn geta gert atlögu að titlinum í kvöld Á eftir Spieth koma þeir Justin Rose og Phil Mickelson, fjórum og fimm höggum til baka en þeir hafa sýnt áður í stórum mótum að þeir geta hæglega unnið forskot eins og það niður. Mickelson virkaði bjartsýnn í viðtali eftir þriðja hring í gær þrátt fyrir að gengi hans hingað til á árinu hafi ekki verið upp á marga fiska. „Ég elska að spila á Masters, það er bara allt svo fullkomið við þennan stað. Ég vissi að ég þyrfti að grafa djúpt og koma inn á góðu skori á þriðja hring til þess að eiga möguleika á sunnudeginum og mér tókst það. Hvað sem gerist þá verður lokahringurinn örugglega spennandi.“ Það er erfitt að minnast á gengi hins 21 árs Jordan Spieth á Masters í vikunni án þess að bera hann saman við Rory McIlroy en Norður-Írinn var einnig með forskot fyrir lokahringinn á Mastersmótinu árið 2011, þá 21 árs gamall eins og Spieth. Minnugir golfáhugamenn muna eftir því að McIlroy gjörsamlega féll saman á lokahringnum og kom inn á 80 höggum eða átta yfir pari. Þar hafði pressan betur en stóra spurningin fyrir lokahringinn í kvöld er hvernig Jordan Spieth höndlar hana. Þessi golfveisla sem lokahringurinn á Masters mótinu er ávalt verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira